Fimmtudaginnn 11. janúar heldur Félag ábyrgra feðra fund að Árskógum 4, kl. 20.00.
Til umfjöllunar á fundinum er “Sáttagjörð í skilnaðarmálum”.
Framsögu halda þeir Gunnar Hrafn Birgisson og Jóhann Loftsson, sálfræðingar en þeir hafa um árabil unnið að sáttagjörð foreldra þegar til skilnaðar kemur.
Það er viðurkennt að sættir eru mikilvægar til að báðir foreldrar nái sem fyrst áttum eftir skilnað. Það er börnunum fyrir bestu að báðir foreldrar séu í góðu jafnvægi. Vel heppnuð sáttagjörð er því geysilega mikilvæg börnunum.
Það er mikill fengur fyrir Félag ábyrgra feðra að fá Gunnar Hrafn og Jóhann Loftsson á fundinn. Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í uppbyggilegri umræðu um þessi málefni.
Stjórn Félags ábyrgra feðra.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.