Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarp til breytinga á barnalögum um forsjá, búsetu og umgengni.

 

Mikil vinna hefur verið lögð í gerð þessa vandaða frumvarps og Félag um foreldrajafnrétti hvetur áhugasama til að skoða frumvarpið vel.

 

Réttur barnsins stór eykst samkvæmt frumvarpi þessu til dæmis þar sem tekið er sérstaklega á rétti barns til að tjá sig í öllum málum sem það varðar.

 

Dómarar fá heimild til að dæma í sameiginlega forsjá auk þess sem hægt verður að höfða mál um lögheimilisflutning án þess að til forsjármáls komi.

 

Gerð verður sú krafa á foreldra að mæta í sáttameðferð áður en hægt verði að höfða máli eða krefjast úrskurðar í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis- og dagsektarmálum.

 

Í fljótu bragði eru þetta mikilvægustu atriði frumvarpsins, en frumvarpið hefur að geyma margar aðrar réttarfarsbætur til handa börnum sem eiga foreldra á tveimur heimilum.

 

Heimir Hilmarsson
formaður Félags um foreldrajafnrétti

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0