Það eru komnir rúmir fjórir mánuðir þar sem móðir brýtur lögskipaðan umgengnisrétt föður við barn og hindrar þannig umgengni og öll tjáskipti þeirra.

Þetta er ekki einungis ólöglegt ástand, heldur eru hin svo kölluðu ábyrgu yfirvöld ráðþrota andspænis þessar misþyrmingu.

Auk þess virðast íslensk lög alls ófær um að takast á við þessar ólöglegu aðstædur.

Ekki aðeins eru íslensk lög varðandi umgengnisrétt skelfileg og þarfnast umbóta hið bráðasta, heldur er þessum lögum hér beitt með gerræðislegum hætti við franska fjölskyldu.

Þetta varanlega ástand veldur ómældum skaða, ekki aðeins siðferðilegum, tilfinningalegum og andlegum. heldur einnig líkamlegum þjáningum.

Í allri þessari þjáningu er það fyrst og fremst hálfs sjöunda árs stúlkubarn sem allt kerfið virðist ekki vita af eða hundsar vitandi vits (af ábyrgðarleysi? kjarkleysi? eða stingur það bara höfðinu í sandinn ?), vanvirðir og særir sífellt meira hvern dag, af því að móðir þess hefur ákveðið að bjóða lögum og reglu byrginn og framar öllu vegna þess að hún hefur ákveðið að eyðileggja að eilífu (að eigin áliti) hið einstæða samband sem er á milli stúlkunnar og föðurfjölskyldu hennar og einkum og sér í lagi samband hennar við föður sinn.

Er þetta að virða barnið ?

Þessi staða sem hér um ræðir á Íslandi gengur auk þess algerlega í berhögg við grundvallaratriði franskra laga.

Virðingarfyllst,

Reykjavik, 18 maí 2006.
François Scheefer.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0