Fréttatilkynning
Í dag birtist frétt um fráfall mæðra frá börnum sínum vegna eiturlyfjaneyslu. Er slík frétt ávalt íþyngjandi fyrir alla sem koma að málefnum barna. Vill Félag um foreldrajafnrétti votta börnunum og aðstendendum þeirra samúð sína. Félagið vill upplýsa að til þess leita reglulega feður sem hafa ástæðu til að halda að barnsmæður þeirra séu í alvarlegum vandræðum í sínu persónulega lífi, vegna neyslu eða andlegra veikinda. Kvartað er undan því að Barnavernd gengur mjög langt í því að hjálpa veika foreldrinu til að geta séð um börnin fremur en að færa forsjána varanlega til hins foreldrisins. Þetta virðist vera kynbundin afstaða barnavernda víðsvegar um heim, eins og orð Duncan Fisher formanns Fatherhood Institute í Englandi gefa til kynna, en þau féllu á nýlegri ráðstefnu í Berlín:
„If a mother is difficult, help her to be a better mother“ – „If father is difficult, child is better without him“.
Ekki er gott að segja til um ástæður þessa viðhorfsmunar en eflaust ræðir hér um gömul gildi sem mikilvægt er að átta sig á – barnanna vegna. Félagið bendir á reynslusögu Jóns Gnarr, sem hann flutti á ráðstefnu félagsins á feðradaginn þann 11. nóvember sl. en í samantekt um erindi hans segir m.a.:
„Einn lögfræðingurinn hefði einfaldlega sagt honum að gleyma öllum væntingum um að hann fengi forræði barna sinna jafnvel þótt ekki væri neitt leyndarmál að eiginkonan fyrrverandi væri fárveik og gæti því alls ekki haft börnin hjá sér.“(https://fuf.rokverk.is/FileLib/Fedradagur2007/7.jongnarr.pdf)
Mikilvægt er að þessi umræða sem nú er farin af stað, þökk sé grein Ingibjargar S. Benediktsdóttur, verði uppbyggileg – en erfitt er að fá slíka umræðu um starfssemi barnaverndar.
Stjórn Félags um foreldrajafnrétti.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.