OPIÐ BRÉF ² FEBRÚAR 2007

Þetta ómannúðlega mál sem er í algeru virðingarleysi við réttindi barna

heldur áframoghefur nú varað í næstum 400 daga !

 

Það er ólýsanlegt að verða vitni að öðru eins óréttlæti og Laura, sjö ára, og pabbi hennar, François Scheefer, verða fyrir á Íslandi.

 

Reyndar hefur samband Lauru og François Scheefer verið grátt leikið mánuðum og jafnvel árum saman þannig af hljótast sífellt alvarlegri brot á réttindum barna og einnig mannréttindabrot.

 

Að okkar mati hjá SAMTÖKUNUM SOS SKILNAÐARBÖRN í Nord/Pas-de-Calais-héraði, sem hafa í tuttugu og sex ár haldið uppi vörnum fyrir sameiginlegt forræði beggja foreldra, sem hefur verið eflt með frönskum lögum frá 4. mars 2002, og fyrir því að mannréttindi séu virt, er það skylda okkar að segja frá og gera heyrinkunnugt öllum meðborgurum sem bera réttlæti fyrir brjósti og öllum foreldrum, að aðstæðurnar sem Laura og faðir hennar og föðurfjölskylda búa við, eru algerlega óviðunandi svo að ekki sé sagt viðbjóðslegar.

 

Móðir Lauru, sem virðist telja sig hafna yfir lög og rétt, virðir látlaust að vettugi sjálfsögðustu reglur varðandi virðingu fyrir Lauru. Henni koma úrskurðir dómstóla ekkert við. Hún nær því fram að íslenskum úrskurðum er beitt þótt málið varði aðeins Frakka og síðan 2001 hafi verið óskað eftir málsmeðferð samkvæmt frönskum lögum samkvæmt reglum alþjóðaréttar í einkamálum. Ekki er nóg með að henni hafi tekist að ná því fram að íslenskum lögum sé framfylgt, heldur fer hún ekki einu sinni að þeim né frönskum lögum heldur ef því er að skipta.        HÚN ÞRÖNGVAR FRAM SÍNUM EIGIN LÖGUM !

 

Íslenska réttarkerfið hefur látið þetta viðgangast hér um bil í 13 mánuði án þess að fullnægja eigin úrskurði. Það er óafsakanlegt.

 

Brot á umgengnisréttindi og almennum samskiptum annars foreldris við barnið er glæpur !

 

Þannig hefur Laura á ólöglegan hátt verið svift öllu sambandi við föður sinn og föðurfjölskyldu í tíu mánuði. Meira að segja bréfum og gjöfum, sem henni eru sendar, er skilað af móður hennar með fullkominni lítilsvirðingu fyrir barninu. Það er ekki aðeins umgengnisréttur Lauru og föður hennar sem er brotinn, heldur er réttur hennar til upplýsingamiðlunar og bréfaskipta einnig brotinn frá degi til dags.

 

Móðir Lauru fremur þessi alvarlegu og óábyrgu verk án þess að verða refsað fyrir. Þetta má ekki viðgangast, það er óþolandi.

 

Allt þetta er óþolandi og við lýsum vanþóknun okkar á því einu sinni enn.

 

Hvar er réttur barnsins til sameiginlegt forræðis beggja foreldra ?

 

Er það slæmt að elska dóttur sína, veita henni aðstoð þegar í nauðir rekur og vera umhyggjusamt foreldri sem krefst þess sem eðlilegast er af öllu : að leyfa barni að vaxa og dafna, eiga samskipti við báða foreldra sína og þroskast mað fullu jafnræði við sameignleg forráð beggja foreldra eins og öllum börnum ber?

 

Laura, eins og öll önnur börn, hefur fyllsta rétt til að lifa, þroskast og eiga samskipti við báða foreldra sína jafnt. Pabbi hennar hefur einnig rétt til að lifa í návist dóttur sinnar og geta loksins lifað í friði.

 

SOS SKILNAÐARBÖRN - Sunnudagabörnin                       Í nafni stjórnar samhljóða,
F-59700 MARCQ EN BAROEUL – Frakklandi.                 

 

Alain Moncheaux, formaður.

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0