“Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir að halda dótturina Lauru sem gísl í

höndum móður sinnar, móðir sem hefur eyðilagt öll samskipti föðurins og

fjölskyldu hans við dóttur hans í heilt ár.

Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir að láta þetta ástand kyrrt liggja í

heilt ár núna, sem hefur orsakað að á hverjum degi hefur verið hætta á að

móðirin hafi áhrif á samband föðurins við barnið.

Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert neinar afgerandi

ráðstafanir samkvæmt þeirra eigin löglegum úrskurðum.

Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir brjóta alþjóðlegar samþykktir um

réttindi barna, alþjóðlegar samþykktir um réttindi föðurins og alþjóðlegar

samþykktir um réttindi fjölskyldu föður barnsins.

Við ákærum frönsk stjórnvöld fyrir að bregðast ekki við og ábyrgðarleysi

þeirra við að vernda franska ríkisborgara í þessari harmsögu allri.

í 365 daga …

Í 365 daga hefur barni verið meinað að hafa nokkurt samband við föður sinn…

Ekki eitt einasta símtal hefur verið mögulegt. Hún hefur ekki hitt hann eitt

einasta skipti… Ennþá ekkert… það er ómannúðlegt. það er ólöglegt.

Í 365 daga hefur faðir barnsins leitað allra leiða til að fá gildandi

úrskurðum og gildandi lögum beitt. Hann hefur leitað hjálpar alls staðar

(hjá barnaverndaryfirvöldum, lögreglu, sýslumanni, ráðuneytum, sendiráði,

skóla, …) án árangurs. Aldrei hafa þau fengið að hittast… Hann hefur staðið

frammi fyrir vegg, hvað er ég að segja, borgarmúr, virki.

Í þessu máli, það er ótrúleg og óósættanleg ábyrgðarleysi að hálfu

réttarkerfisins sem kemur í veg fyrir fullnægingu lagalegs úrskurðar.

Er þetta hægt og samt kveður…?

9. grein alþjóðasáttmála réttinda barna formlega á um að :

“Hlutaðeigandi ríki virði rétt barns, sem orðið hefur viðskila við báða

foreldra sína eða annað þeirra, til þess að viðhalda með reglulegum hætti

persónulegum samskiptum og beinu sambandi við hvort tveggja foreldranna”.

Í 18. grein alþjóðasáttmála réttinda barna segir enn fremur : “Hlutaðeigandi

ríki leggi sig fram, eftir bestu getu, um að tryggja viðurkenningu þessara

frumréttinda en samkvæmt þeim deili báðir foreldrar sameiginlegri ábyrgð á

uppeldi barnsins og tryggi þannig eðlilegan þroskaferil þess”.

Í 8. grein sáttmála um verndun mannréttinda og grundvallarfrelsis segir :

“Sérhver manneskja á rétt á því að fjölskyldulíf hennar sé virt”.

Ísland og Frakkland eru aðildarríki þessara sáttmála !

Viðukenndur réttur barnsins til að halda sambandi við á sína er sömuleiðis

fótum troðinn. Það eru þó viðurkennd grundvallarréttindi barnsins, samhljóma

frumrétti þess til að vera í beinu sambandi við báða foreldra sína.

Þetta varanlega ástand veldur ómældum skaða, ekki aðeins siðferðilegum,

læknisfræðilegum, tilfinningalegum og andlegum. heldur einnig líkamlegum

þjáningum.

Laura hefur eins og öll önnur börn fyllsta rétt til að njóta sín með báðum

foreldrum jafnt.

Barn, faðir, amma og aðrir fjölskyldumeðlimir í föðurætt eru þannig særð í

innstu kviku.

Í allri þessari þjáningu er það fyrst og fremst 7 árs stúlkubarn sem allt

kerfið virðist ekki vita af eða hundsar vitandi vits (af ábyrgðarleysi ?

kjarkleysi ? eða stingur það bara höfðinu í sandinn ?), vanvirðir og særir

sífellt meira hvern dag, af því að móðir þess hefur ákveðið að bjóða lögum

og reglu byrginn og framar öllu vegna þess að hún hefur ákveðið að

eyðileggja að eilífu (að eigin áliti) hið einstæða samband sem er á milli

stúlkunnar og föðurfjölskyldu hennar og einkum og sér í lagi samband hennar

við föður sinn.

Í 365 daga þjáning, í 365 miskunnarlausir dagar !

Er þetta að virða barnið ? Hvaða virðing er barninu sýnd ? Hér virðist alls

ekki hugsað um það. Það er alvarlegt mál. Er verið að biðja um harmleik ?”

Marcq-en-Baroeul og Reykjavík, 9. janúar 2007.

Janine Scheefer ( Amma Lauru)

François Scheefer.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0