Ályktun um málefni barna og unglinga

 

Markmið

 

Framsóknarflokkurinn leggur ríka áherslu á að málefnum barna, unglinga og fjölskyldna verði skipaður sérstakur sess innan Stjórnarráðs Íslands.

 

Leiðir

 

·        Sett verði á fót sérstök skrifstofa barna- og fjölskyldumála. Skrifstofan vinni að innleiðingu nýrrar heildstæðrar forvarnarstefnu.

 

·        Sérstök áhersla verði lögð á forvarnir og samþættingu á sviði barnaverndarmála og þróun nýrra úrræða utan meðferðarstofnana.

 

·        Mótuð verði sérstök stefna í málefnum unglinga og sett verði sérstök löggjöf um æskulýðsmál.

 

·        Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styrki sveigjanleika á vinnumarkaði og jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs og að það verði gert í þríhliða samstarfi hins opinbera við aðila vinnumarkaðarins.

 

·        Gera þarf átak í því að virkja foreldra og forráðamenn í starfi með börnum sínum. Foreldra og forráðamenn þarf að hvetja til þátttöku í foreldrasamstarfi leikskóla og grunnskóla, sem og að verja tíma með börnum sínum. Tryggja þarf foreldrum og forráðamönnum svigrúm til að verja tíma með börnum sínum Tryggja og standa vörð um réttindi barna og unglinga á vinnumarkaði.

 

·        Foreldrar og forráðamenn vinnandi unglinga undir 18 ára aldri verða með sannanlegum hætti að samþykkja formlega ráðningarsamninga.

 

·        Breytingar verði gerðar sem fyrst á barnalögum til að fjölga úrræðum dómara í forræðisdeilum, þ.e. að dómarar fái heimild til að dæma sameiginlega forsjá.

 

·        Jafnaðar verði aðstæður foreldra þeirra barna sem eiga tvö heimili. Skoðaðir verði kostir og gallar við að heimila börnum að skrá tvöfalt lögheimili í þeim tilfellum sem foreldrar búa á tveimur stöðum.

 

·        Meðlagskerfið verði endurskoðað á þann hátt að tekið verði tillit til umgengni þegar meðlag er ákveðið og fólki gefinn kostur á að semja sjálft um meðlag.

 

Fyrstu skref

 

Hafnar verði viðræður við aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að ná betra jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs. Innan stjórnarráðsins verði sett á stofn skrifstofa barna og fjölskyldumála.

 

http://framsokn.is/files/Alyktanir%2030%20flokksthings.pdf

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0