Ágæti viðtakandi

 

Á næstunni verða tvö námskeið á vegum Félags stjúpfjölskyldna

                                                                                         

Stjúpfjölskyldur eiga sömu  möguleika og aðrar fjölskyldur á velgengi og ánægjuríku fjölskyldulífi.  Hinsvegar valda oft t.d.  óraunhæfar væntingar um ást og tengsl, agamál,  samskipti við fyrrverandi maka og fjármál deilum og ágreiningi innan hennar.

 

Flestar stjúpfjölskyldur vita hvar skóinn kreppir og hvað megi betur fara, en vantar upplýsingar og fræðslu um hvernig takast megi á við hlutina. Að vita við hverju er að búast í stjúpfjölskyldum, hvaða verkefni eru normal og hvað getur verið hjálplegt styrkir fjölskylduna, bæði fullorðna og börn.

 

  • Fyrra námskeiðið er ætlað stjúpmæðrum og verður það haldið dagana 10. – 11. febrúar  n.k. Á laugardeginum er það frá kl. 11.00 – 16.00 og á sunnudeginum frá kl. 11.00-13.00. Verð kr.  20.000 krónur en kr. 18.000 fyrir félagskonur.

 

  • Seinna námskeiðið er ætlað  fyrir pör/hjón og einstaklingum  í stjúpfjölskyldum þ.e. í fjölskyldum þar sem að a.m.k. annar aðilinn á barn eða börn úr fyrra sambandi/samböndum. Námskeiðið verður haldið 10. mars frá kl. 10.00 – 16.00 og kostar 11.000 krónur á mann en 9.000 fyrir félagsmenn.

 

Athugið að mörg stéttafélög veita styrki  til þátttöku á námskeiðum!

<

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0