NORRÆN foreldrasamtök heimila og skóla, Nordisk komité, héldu ráðstefnu nýlega í Helsingør í Danmörku undir yfirskriftinni “Námsmat og próf – tæki foreldra og skóla til samstarfs um fræðslu skólabarna”. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun þar sem segir meðal annars: “Próf eiga að vera tæki fyrir kennara til að meta stöðu nemandans […]. Ítarleg vitneskja um stöðu sérhvers nemanda er einnig forsenda þess að skólinn geti dregið úr félagslegum ójöfnuði.

Rannsóknir sýna fram á mikilvægi þátttöku foreldra fyrir nám barna og hæfni þeirra til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Forsenda fyrir bættum námsárangri er því aukin samvinna heimila og skóla. Notkun á prófaniðurstöðum og kerfisbundnu mati getur verið liður í að efla og bæta gæði samstarfs á milli heimila og skóla.

Til að tryggja nemendum skólagöngu sem eflir náms- og félagslega færni vilja foreldrasamtök á Norðurlöndum stuðla að eftirfarandi:

Að á samnorrænum vettvangi sé sjónum beint að þeirri auðlind sem foreldrar eru í námi nemenda.

Að skilningur á mikilvægi foreldra í námi barna verði sjálfsagður hluti kennaranáms sem og í símenntun kennara.

Að próf- og námsmatsniðurstöður verði notaðar til að haga kennslunni þannig að hver nemandi hafi námsefni við hæfi.

Að samstarf heimila og skóla snúist í meira mæli um það hvaða hlutverk kennarar og foreldrar geta haft í að efla og þróa skólastarfið og fræðslu barnanna.

mbl.is

Mánudaginn 2. október, 2006 – Innlendar fréttir

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0