Eftirfarandi kemur fram í frétt á DV.is

 

“Marco Brancaccia, ítalskur fréttaritari og barnsfaðir Snæfríðar Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, segir ítölsk stjórnvöld standa við bakið á sér í erfiðri forræðisdeilu. Hann segir málið eiga eftir að hafa áhrif á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

 

Ítalinn Marco Brancaccia, fyrrverandi tengdasonur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, fullyrðir að ítalski aðstoðarutanríkisráðherrann, Alfredo Mantica, hafi rætt viðkvæma forræðisdeilu hans á nýlegum fundi í utanríkisráðuneytinu íslenska.

 

Það fékkst staðfest frá ráðuneytinu að ráðherrann hefði minnst á deiluna utan dagskrár. Marco segir ítölsk stjórnvöld standa á bak við hann og það kunni að hafa áhrif á aðildarviðræður Íslands um inngöngu í Evrópusambandið. Hann ætlar fljótlega að hringja í Mantica og þakka honum fyrir stuðninginn.

„Ítölsk stjórnvöld munu taka málið upp á réttum stað og á réttum tíma. Hegðun Jóns Baldvins í minn garð á eftir að verða íslensku þjóðinni dýrt,“ segir Marco í samtali við DV.”

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0