Foreldrar barna á frístundaheimilum eru hvattir til að sækja börn sín fyrir klukkan 14:08 á mánudaginn, þegar búist er við því að konur leggi niður vinnu sína vegna kvennafrídagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍTR. Frístundaheimilin eru fyrir 6 til 9 ára gömul börn eftir að hefðbundnum skóladegi þeirra lýkur.

Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

Með yfirlýsingu frá borgarstjóra Reykjavíkur frá 18. október er fyrirhuguðum aðgerðum kvenna þann 24. október n.k. fagnað og eru konur hvattar til að leggja niður vinnu vegna 30 ára afmælis kvennafrídagsins.

Þar sem ÍTR nýtur starfskrafta kvenna í miklum meirihluta á frístundaheimilum og þær hafa flestar tilkynnt að þær muni leggja niður vinnu kl. 14.08. Því eru það vinsamleg tilmæli til foreldra að sækja börn sín fyrir kl. 14.08 mánudaginn 24. október.

Foreldrar eru beðnir um að láta umsjónarmann viðkomandi frístundaheimilis vita í síðasta lagi fyrir kl: 15.00 föstudaginn 21. október ef engin önnur úrræði eru til staðar.

mbl.is 20.10.2005

ÍTR vonar að þessi röskun á starfseminni mæti skilningi meðal foreldra og allir sem vettlingi geta valdið sýni hversu mikilvægum störfum konur eru að sinna í þjóðfélaginu.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0