Félag Ábyrgra Feðra í Noregi (www.f2f.no) styður jafnréttisráðherra Noregs, Karitu Bekkemellom fyrir að leggja fram skynsamlega tillögu að lögum sem segir að við skilnað verði ekki aðeins sameiginleg forsjá meginregla heldur sameiginleg forsjá og jöfn umönnun.

Rannsóknir sýna að við jafna umönnun hjaðna deilur á milli foreldra eftir skilnað, hraðar en ella og samskipti komast fyrr í samt lag. Deilur foreldra eftir skilnað hefur mikil andleg áhrif bæði á börn og fullorðna. Við lagabreytingu eins og jafnréttisráðherrann leggur til mun samfélagið sjá verulega minnkun í fjölda forsjármála fyrir dómstólum, sem einnig leiðir til færri veikindafjarvistir foreldra frá vinnu og börn munu almennt komast betur frá skilnaði. Samanlagt mun lagabreyting jafnréttisráðherrans Karitu Bekkemellom hafa verulega samfélagslegan sparnað í för með sér.

Deilur foreldra eftir skilnað stafa af því að báðir foreldrar vilja áfram vera virkir uppalendur í lífi barns, en annað foreldrið vill takamarka samband barnsins við hitt foreldrið. Með jafnri umönnun mun barn búa áfram og njóti forsjár beggja foreldra. Tengslum barns við báðar stórfjölskyldur er einnig viðhaldið rétt eins og þegar foreldrar bjuggu saman. Slík lausn er mun auðveldara að hafa, bæði fyrir foreldra og barn, þar sem barnið á sannarlega heima hjá báðum foreldrum. Þetta felur einnig í sér færri ferðir fyrir barn á milli heimila en venjuleg helgar umgengni eins og hún er í Noregi, en þar er barn aðra hverja helgi og eina nótt þá viku sem barn er ekki hjá föður.

Lars J. Haugen
Østfold F2F
Þýtt og endurskrifað af GG.

Sjá nánar:
https://f-b.no/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060123/LESERBREV/101230019/-1/Newsrobots

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0