Í Norgi eins og víðast í hinum vestræna heimi er vaxandi skilningur á því að Foreldrajafnrétti eru bestu hagsmunir barnanna. Barn sem nýtur ríkrar samvistar við báða foreldra spjarar sig að öllu jöfnu betur en barn sem nýtur aðeins umönnunar annars foreldris. Sjónarmið formanns Félags Ábyrgra Feðra í Noregi má lesa í http://www.dagsavisen.no/debatt/mom/article1884846.ece , en félagið þar heitir Félagið 2 foreldrar og er formaðurinn kona, Sonja Cassidy.

Það er sorglegt að sjá bæði Valborgu Snævarr lögfræðing, einn þriggja nefndarmanna í Sifjalaganefnd (sem samdi að stórum hluta barna lögin) og Jóhönnu Gunnarsdóttir sem er lögfræðingur á Einkamálaskrifstofu Dómsmálaráðuneytisins, halda því fram að Sifjamál (forsjá, umgengni og meðlag) snúist ekki um jafnrétti kynjanna, heldur um það sem er barni fyrir bestu. Þessu héldu þær fram á fréttavaktinni f.h. á NFS fyrir jól. Þær stöllur hafa ekki skilið né gert sér grein fyrir að FORELDRAJAFNRÉTTI eru bestu hagsmunir barnsins. Þetta eru tvær hliðar á sama pening.

Það er sérstaklega sorglegt að heyra þetta frá þessum tveimur manneskjum. Valborg er ein af þremur í Sifjalaganefnd, sem stoppaði góðar tillögur Forsjárnefndar við gerð barnalaga. Jóhanna situr svo í Dómsmálaráðuneytinu, túlkar lögin og framkvæmir. Raunar ber fyrirrennari hennar Drífa Pálsdóttir meginábyrgð á túlkun núverandi laga en sú situr einnig í Sifjalaganefnd. Hún þannig bæði samdi, túlkaði og framkvæmdi barnalögin. Það má færa sterk rök fyrir því að hvorki við gerð barnalaga, túlkun eða framkvæmd þeirra, hafi nútímaleg sjónarmið ráðið ferð.

Félag Ábyrgra Feðra hrósar Dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, fyrir að hafa látið Forsjárnefnd skila lokaskýrslu og nota hluta af þeirra tillögum sem breytingartillögur á Sifjalögum. Það er full þörf á að endurskoða barnalög í heild sinni, en forsenda fyrir því er að skipa nýja og nútímalega Sifjalaganefnd. Og forsenda að opin, nútímalega og framsækin umræða fari fram. Hagsmunir barnanna okkar eru í húfi.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0