Fimmtudaginn 11. janúar, 2007 – Innlendar fréttir

Flugfélag Íslands styrkir Félag einstæðra foreldra

FLUGFÉLAG Íslands býður nú stórlækkað verð á fargjaldi fyrir börn 5–11 ára sem fljúga ein á innanlandsleiðum félagsins. Það verður æ algengara að börn fljúgi án þess að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, s.

Flugfélag Íslands styrkir Félag einstæðra foreldra - mynd

Góð gjöf Við afhendingu gjafabréfanna voru Inga Birna Ragnarsdóttir sölu- og markaðsstjóri hjá Flugfélagi Íslands, Guðmundína Einarsdóttir gjaldkeri FEF, Laufey Ólafsdóttir formaður FEF, Oktavía Guðmundsdóttir félagsráðgjafi FEF og Gróa Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hjá FÍ.

FLUGFÉLAG Íslands býður nú stórlækkað verð á fargjaldi fyrir börn 5–11 ára sem fljúga ein á innanlandsleiðum félagsins. Það verður æ algengara að börn fljúgi án þess að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, s.s að foreldrarnir búi í sitthvorum landshlutanum eða að barnið ferðist oft til afa og ömmu, segir í fréttatilkynningu.

Af þessu tilefni ákvað Flugfélag Íslands að gefa félagi einstæðra foreldra 50 farseðla fyrir börn sem félagið getur ráðstafað að eigin vali. Þetta er ætlað félaginu svo hægt sé að hjálpa til við ferðalög barna á milli foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum.

Félag einstæðra foreldra er hagsmunasamtök þeirra og barna þeirra. Þar er veitt aðstoð til einstæðra foreldra í hinum ýmsu málum er upp geta komið og veitir félagið meðal annars aðstoð í formi lagalegrar og félagslegrar ráðgjafar.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0