Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska / Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda.  Þar verður foreldrum/ forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

 

 

 

Nú þegar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum breytingum í lífi og starfi þarf sérstakalega að huga að líðan og velferð barnanna. Þegar vanda ber að höndum er m.a. mikilvægt að þekkja úrræði sem fjölskyldan getur leitað til sér til halds og trausts.

 

 

 

 

 

Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar nk. kl. 16.30 – 18.00 í Foreldrahúsi, Borgartúni 6 í Reykjavík.

 

 

 

DAGSKRÁ

 

 

  1. Fræðsla um áhættuhegðun unglinga (hegðunar og/eða áfengis og vímuefnavandi), samskipti á heimili (reglur, mörk, agi) vanlíðan barna (s.s. þunglyndi, kvíði.
  2. Ráðgjöf um möguleg úrræði sem eru í boði (í Foreldrahúsi og/eða önnur úrræði).
  3. Umræður – fyrirspurnum svarað undir leiðsögn sálfræðings

 

 

 

Leiðbeinandi: Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur

 

Engin aðgangseyrir

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0