Félag ábyrgra feðra skiptir um nafn
Á boðuðum aðalfundi Félags ábyrgra feðra í kvöld, fimmtudaginn 4. október verða lagðar fram tillögur frá stjórn um áherslubreytingar í starfi félagsins. Meðal annars er tillaga um að breyta nafni þess í Félag um Foreldrajafnrétti sem ásamt undirtitli gefur til kynna að baráttumál félagsins snúist fyrst og fremst um rétt barna til mikilla samvista við báða foreldra sína óháð fjölskyldugerð. Félagið telur nauðsynlegt að breyta viðteknum venjum og reglum um uppeldi barna sem eiga foreldra sem ekki búa á sama heimili. Tíðarandinn er breyttur. Aðalfundurinn er haldinn að Árskógum 4 og hefst kl 20:00
Stjórnin.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.