Erindi flutt á fundi Fjölskyldunefndar þann 6 apríl 2006.Félag Ábyrgra Feðra er bráðum 10 ára gamalt félag sem vinnur að fjölskyldumálum Fjölskyldumálin okkar tengjast hinum svokölluðu brotnu fjölskyldum, eða nánar tiltekið þá má segja að okkar áherslur snúist um hag barna sem búa ekki hjá báðum foreldrum sínum. Ef tölfræðin svikur ekki þá ætti tæplega helmingur nefndarmanna að kannast við slíka stöðu af eigin raun eða innan sinnar eigin fjölskyldu.

Auðvitað er kjarnafjölskyldan, þar sem hvorugt foreldranna á börn utan þess heimilis sem það býr á – sú eining sem þjóðfélagið kallar norm. Þannig var það líka, 90% barna fæddust og ólust upp hjá foreldrum sínum þar til heimdraganum var hleypt. – en 68 kynslóðin tók okkur inn á nýjar slóðir. Í dag er staðan þannig að fæðignargjöf barna er sú tölfræði – að 40% líkur eru á því að það nýburinn árið 2006 muni alist upp hjá einungis öðru foreldrinu á einhverju lífsskeiði áður en fullorðinsárum er náð. Í hverjum árgangi á skólaskyldualdri eru um 4.000 þúsund börn en greidd eru meðlög með rúmlega fjórðungnum eða um 1.100 börnum. Í hverjum 25 manna bekk eru því 7 börn sem greitt er meðlag með.

Við hjá FÁF erum að vinna með þennan hóp, þennan hóp barna.

Nú er það svo – að langflestir skilnaðir gerast þannig að foreldrar ganga frá sínum málum í þokkalegri sátt – en miklum flýti. Fjármálin fá forgang en fáir fara nýjar leiðir með börnin – hefðin er allsráðandi. Fyrir 40 árum gekk karlinn út, frír allra mála og umgengni ekki rædd.. það var alfarið mál karlsins hveru mikið hann gæti verið með börnin. Félagslegur þrýstingur var enginn. Í dag er þetta betra, en hefðin allsráðandi. Konunni er dæmd forsjá barnanna og það vita allir og sjaldan er látið á það reyna Karlinn gerist meðlagsgreiðandi og helgarpabbi aðra hvora helgi. Hann fer á hliðarlínuna – ósáttur enda oft nátengdur barninu. Hversskonar staða er þetta á tímum feðraorlofs og jafnréttis.

Stjórnkerfið er lítið að sinna þessum málum heldur kemur í humátt á eftir þróuninni, jafnvel talsvert á eftir öðrum löndum. Brotna fjölskyldan og staða barna gagnvart feðrum sínum og staða feðra gagnvart börnum sínum, er ekki tískumál. Konur hafa áratugaforskot í því að koma með sín sjónarhorn á málin – einstæða móðirin hefur haft talsmenn á þingi í áratugi og jafnvel heilan stjórnmálaflokk sem kenndi sig við mæðrahyggju. Félag ábyrgra feðra styður konur til allra jafnréttismála enda erum við að leyta eftir jafnrétti í fjöldskyldumálum. Börn sem njóta ríkra samvista við feður sína spjara sig betur en önnur skilnaðarbörn og fyrir því berst Félag ábyrgra feðra.

Staðan er slæm.

• 12 þúsund manns greiða meðlög á Íslandi með 20 þúsund börnum – 97% karlmenn

• Meðlagsgreiðendur eru með 14 milljarða í vanskilum

• Sameiginleg forsjá er innihaldslítil á Íslandi – og haldlaus sem samningur.

• Dómarar verða að velja milli móður og föður í forsjármálum

• Stjórnkerfið getur ekki tekist á við tálmanir á umgengni

• Lög um skipta búsetu barna ekki til á Íslandi – ólíkt mörgum þjóðum.

En hver er framtíðarsýnin á Íslandi– hvað ættuð þið sem fjölskyldunefnd að leggja áherslu á í þessum málum, gagnvart þessum börnum – þessum 7 í hverjum bekk. Okkar sýn er sú að við eigum að fylgja eftir stefnu Frakka, Belga, Svía, Ástrala, Nýsjálendinga og fjölmargra annara og þyngja kvaðir foreldra – láta foreldra axla sameiginlega ábyrgð á því að eignast börnin, sé þess nokkur kostur. Innan hjónabandsins er fullkomið sameiginleg forsjá – við eigum að halda sem mestu af því þó svo foreldrarnir geti ekki búið undir sama þaki. Mynda samfélagslegan þrýsting um það að foreldrar búi áfram í sama skólahverfi eftir skilnað. Láta barnið eiga tvö lögheimili eftir skilnað. Í dag búa um 20% skilnaðarbarna í Svíþjóð hjá báðum foreldrum í skiptri búsetu. Þessi börn spjara sig mun betur en börn einstæðra foreldra. Áratugarannsóknir sýna það. Við eigum líka að búa til kerfi þar sem barnið býr hjá báðum foreldrum en þar eru til margar lausnir sem aðrar þjóðir eru að þróa. Leyfum dómurum að dæma í þessum málum, það sem þeir telja barni fyrir bestu.

Í hnotskurn má nefna atriðin á eftirfarandi hátt.

• Búseta barna verði jafnari, börn eigi í raun tvö heimili enda innan sama skólahverfis.

• Lagaleg staða foreldra verði jöfn, hvorugt foreldrið verður svipt forsjá og ef til dómsmála kemur mega dómarar dæma sameiginlega forsjá.

• Ef ósætti er um umgengni má dómari dæma um búsetu, hversu mikil hún eigi að vera á hvorum stað og undir hvaða formerkjum.

• Tálmanir á umgengni eru ólíðandi ofbeldi fyrir börn og fullorðna. Eltum Frakka þar sem viðurlögin eru eins árs fanglesi

Frakkar segjast vera að styðja við sína kjarnafjölskyldu með þessari stefnu sinni. Knýja fram ábyrgð beggja foreldra til að taka áfram fullan þátt í uppeldi barns eftir skilnað. Leggja mikinn þrýsting á það að foreldrar búi áfram innna sama skólahverfis og að búseta barnsins verði skipt – verði helst jöfn. Foreldrarnir nánast skikkaðir til samstarfs. Með þessu segjast frakkar “vera að aga” til í þessum málum – “það getur enginn verið sviptur foreldraábyrgð og bara borgað”. Einnig segja Frakkar að með þessu verði stjúpfjölskyldur skýrari – það er ljóst hvernig hlutirnir eigi að vera, hlutverkaskipanin skýrari. Stjúpforeldrið fær skýrari stöðu, veit betur að hverju það gengur.

Að lokum má nefna að nú liggur fyrir Alþingi íslendinga lög um sameiginlega forsjá, að hún verði meginregla. Þessi lög ná skemur en lög sem Frakkar settu um sama málefni árið 1987 – Hérna vantar heimild dómara til dæma.

Ágæta nefnd, við þökkum fyrir tækifærið á því að koma okkar málum á framfæri og svörum gjarnan spurningum sem þið hafið um okkar málefni.

Gísli Gíslason, formaður s:8933290 gisligislason@simnet.is
Lúðvík Börkur Jónsson gjaldkeri s: 6643308 lbj@hampidjan.is

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0