Barnalög 76/2003
■ 1.gr. Réttur barns til að þekkja foreldra sína.
Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína. Móður er skylt að feðra barn sitt þegar feðrunarreglur 2. gr. eiga ekki við.
■ 2. gr. Feðrunarreglur um börn hjóna og foreldra í skráðri sambúð.
Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins.
■ 10. gr. Málsaðild.
Stefnandi faðernis máls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað. Nú hefur móðir barns höfðað mál og hún andast áður en því er lokið og getur þá sá sem við forsjá barns tekur haldið málinu áfram. Ef maður sem telur sig föður barns höfðar mál og hann andast áður en máli er lokið getur sá lögerfingja hans sem gengi barninu næst eða jafnhliða að erfðum haldið málinu áfram.
Blaðið
Núgildandi Barnalög takmarka rétt feðra til málsóknar þannig að þeir geta aðeins farið í faðernismál ef barn er ófeðrað. Samkvæmt 2. grein lagnna telst eiginmaður faðir barns ef það er getið í hjúskap. Ef eiginkona heldur framhjá eiginmanni sínum og verður þunguð eftir viðkomandi þá skráist eigin maðurinn sjálfkrafa sem faðir barnsins og blóðfaðirinn getur ekki höfðað mál. Að sama skapi getur kona útilokað blóðföður með því að hefja búskap með öðrum áður en barn fæðist.
Barnið má stefna
Eina leiðin til faðernisviðurkenningar í svona málum er sú að annað hvort móðirin höfði mál eða þá barnið, þegar það sjálft hefur náð lögaldri. Ef barn er feðrað, stendur blóðfaðir uppi réttlaus. „Barnalögin gera ráð fyrir ef kona er í hjónabandi þá telst sá eiginmaður hennar sjálfkrafa faðir barnsins. Þá skiptir engu hvort konan hafi haldið við annan mann sem er í raun blóðfaðir barnsins,“ segir Gísli Gíslason, formaður Félags ábyrgra feðra. Mikil umræða varð á Alþingi fyrir nokkru um málshöfðunarétt í faðernismálum. Loks var samþykkt sú meginregla að rétturinn sé einskorðaður við það að barn sé ófeðrað. Þannig getur kona raunverulega hefnt sín á fyrrum sambýlismanni með því að stofna til hjúskapar með öðrum manni fyrir fæðingu barnsins og sá yrði um leið skráður faðir barnsins. Einnig getur eiginmaður útilokað blóðföður barns sem getið er með framhjáhaldi eiginkonunnar. „Í hefndarskyni getur kona jafnframt hefnt sín á manni sem hún slítur sambandi við, og er þunguð eftir hann, með því að hefja sambúð eða ganga í hjónaband með öðrum manni áður en barnið fæðist. Með þessu yrði blóð faðir barnsins réttlaus til málshöfðunar þar sem barnið væri ekki ófeðrað,“ bætir Gísli við.
Brot á stjórnarskránni?
Í 1. grein barnalaganna er fjallað um rétt barna til að þekkja báða foreldra sína. Næsta grein þar á eftir segir til um að eigin menn eru sjálfkrafa feður barna sem getin eru í hjúskapnum. Í þeim tilvikum sem kona verður þunguð utan hjúskaparins og eiginmaður skráist sem faðir barnins þá stangast greinarnar á. Dögg Pálsdóttir, hæstarréttalögmaður, telur takmörkun á málshöfðunarrétti feðra ekki samræmast 1. grein barnalaganna og hugsanlega sé einnig um að ræða brot á stjórnarskránni. „Ég tel þessa þrengingu ekki vera í samræmi við fyrstu grein barnalaganna sem segir að allir hafi rétt á að vita uppruna sinn og þekkja foreldra sína,“ segir Dögg. „Þegar barnalögin voru til umfjöllunar hindraði Alþingi að opnað yrði fyrir málshöfðunar rétt feðra og þrengdi við ófeðruð börn. Rökstuðningurinn var sá að friðhelgi fjölskyldunnar sé þar æðri, þrátt fyrir að hjónin og aðrir viti sannleikann í málinu.“ Dögg segir athyglivert að Alþingi hafi sett þessa þrengingu, en Siðalaga nefnd hafi lagt frumvarpið þannig fram að málshöfðunarrétturinn væri óskertur. „Það væri spennandi prófmál ef einstaklingur í þessari stöðu færi í dóms mál. Þá myndi reyna á hvort þetta ákvæði stæðist mannréttinda ákvæði stjórnarskrárinnar. Almenn lög þurfa að standast stjórnarskrána og á það reynir ekki nema fyrir dómstólum,“ bætir Dögg við.
Tilhæfulausar málshöfðanir
Rök stuðningur Alþingis við þrengingu málshöfðunarréttarins var sá að friðhelgi fjölskyldunnar væri æðri faðernisviðurkenningum og verið væri að vernda hagsumi hennar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segist þeirrar skoðunar að ekki þurfi að gera breytingar á þessu ákvæði barnalaganna. „Hagur fjölskyldunnar er þarna æðri að mínu mati og erfitt að komast hjá tilhæfulausum málshöfðunum. Það verður að skoða bæði kostina og gallana við þetta ákvæði. Þarna er verið að vernda hagsmuni fjölskyldunnar og þó svo að líffræðilegur faðir missi rétt til málshöfðunar ef eiginmaður gengst við barni þá hefur barnið ávallt þann rétt síðar meir. Það má ekki gleyma hinum tilvikunum þegar ró fjölskyldunnar er raskað ranglega með tilhæfulausum málssóknum. Með breytingum á þessu ákvæði óttast ég mest að slíkum málssóknum gæti fjölgað,“ segir Bjarni. „Ákvæðið verður ekki síður virkt í um ræðunni um gjafa sæði. Ég vil leyfa mér að segja að þetta hefur ekki reynst illa á Íslandi og rökin fyrir þrengingunni standast alveg að mínu mati.“
Þanþol laganna
Haukur Guðmundsson, skrifstofu stjóri hjá Dómsmálaráðuneytinu, telur að það myndi reyna á þanþol laganna ef kona gerði blóðföður réttlausan með þeim hætti að stofna til hjúskapar með öðrum manni fyrir fæðingu barnsins. „Það liggur fyrir í barnalögunum að ef barn er feðrað í hjúskap telst eiginmaðurinn faðir barnsins, þó svo að konan haldi við annan mann. Blóð faðir hefur því ekki rétt til máls höfðunar en aftur á móti er ákvæði í lögunum sem heimilar barninu sjálfu að stefna vegna faðernis,“ segir Haukur. „Megin til gangur þrengingarinnar á máls höfðunarréttinum er að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir. Ef opnað er fyrir málhöfðunar réttinn í faðernismálum þá getur í raun hver sem er höfðað mál gegn hverjum sem er og til eru dæmi um algjörlega tilhæfulausar málhöfðanir feðra.“ Haukur segir það til hneigingu hjá dómstól um að túlka lögin með rúmum hætti í svona málum og það sama eigi hér við. „Það er spurning hvernig dómstólarnir myndu taka á því ef kona gengur í hjóna band við annan mann og gerir blóð föður rétt lausan ef það liggur fyrir að þau hafi átt í sannanlegu sambandi á þeim tíma sem barnið kemur undir,“ bætir hann við. Athyglivert væri að fá svar við spurningunni um hvort þessi takmörkun í barnalögunum standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Vissulega er friðhelgi fjölskyldunnar mikilvæg en er réttlætanlegt að gera feður rétt lausa með þessum hætti. Spyrja má hvort feðrum sé ekki treystandi fyrir þess um rétti og hvort raun hæft sé að áætla að tilhæfulausum málshöfðunum myndi fjölga til muna ef opnað yrði fyrir máls höfðunar réttinn. Forvitnilegt væri að fylgjast með slíku prófmáli fyrir rétti og hvort að dómstólar myndu túlka lögin með rúmum hætti.
Trausti Hafsteinsson, trausti@bladid.net
Blaðið 23. ágúst 2006
Bjarni Benediktsson horfir á faðerni sem rétt föður frekar en barns. Hann telur nægilegt að barn geti leitað réttar síns til faðernis þegar það er orðið 18 ára og ekki lengur barn.
Bjarni: “þó svo að líffræðilegur faðir missi rétt til málshöfðunar ef eiginmaður gengst við barni þá hefur barnið ávallt þann rétt síðar meir”.
Heimir: 1. gr. barnalaga nr. 76/2003: “Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína” Eftir 18 ára aldur er barnið ekki lengur barn.
Bjarni Benediktsson telur friðhelgi fjölskyldu konu sem greinir á um faðerni barns síns æðri friðhelgi annarra fjölskyldna.
Bjarni: “Hagur fjölskyldunnar er þarna æðri að mínu mati og erfitt að komast hjá tilhæfulausum málshöfðunum.”
Heimir:
Hvaða kona sem er má höfða faðernismál gegn hvaða fjölskylduföður sem er og er þá friðhelgi fjölskyldunnar settur niður fyrir rétt “konu” til málshöfðunar eða?
Hvaða karl sem er má höfða faðernismál gagnvart hvaða fjölskyldu sem er ef börn eru ófeðruð og er þá friðhelgi fjölskyldunnar sett niður fyrir rétt “karls” til málhöfðunar eða?
Er ekki friðhelgi fjölskyldunnar fyrirsláttur? Eða er fjölskyldum beinlínis mismunað með þessum hætti hvað varðar friðhelgi?
Bjarni Benediktsson gefur í skyn að fjöldi manna krefjist þess ranglega fyrir dómi að faðerni þeirra sé viðurkennt á barni hjóna að tilefnislausu.
Bjarni: “Það má ekki gleyma hinum tilvikunum þegar ró fjölskyldunnar er raskað ranglega með tilhæfulausum málssóknum.”
Heimir: Hvað eru þessi mál mörg og hvernig finnum við þau? Eru þau yfirleitt til?
Bjarni Benediktsson óttast fjölgun tilhæfulausra málhöfðuna karla á giftar konur vegna faðernis.
Bjarni: “Með breytingum á þessu ákvæði óttast ég mest að slíkum málssóknum gæti fjölgað,”
Heimir:
Á hverju byggist þessi ótti?
Afhverju óttast hann ekki að karlar lögsæki að tilhæfulausu konur með ófeðruð börn?
Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri Dómmálaráðuneytisins segir:
„Megin til gangur þrengingarinnar á máls höfðunarréttinum er að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir. Ef opnað er fyrir málhöfðunar réttinn í faðernismálum þá getur í raun hver sem er höfðað mál gegn hverjum sem er”
Heimir:
Er það ekki almenn regla að hver sem er getur höfðað mál gegn hverjum sem er. Þrátt fyrir þessa þrengingu þá getur hver sem er almennt höfðað mál gegn hverjum sem er. Dómstólum er almennt treyst til þess að meta hvort málshöfðun er tilhæfulaus eða ekki.
Voru þessar meintu tilhæfulausu málshöfðanir til?
Af hverju mega karlar enn að tilhæfulausu fara í faðernismál við konu vegna ófeðraðs barns?
Er körlum sem minna treystandi gangvart málshöfðun vegna feðraðra barna en ófeðraðra?
Haukur Guðmundsson segir “.. og til eru dæmi um algjörlega tilhæfulausar málhöfðanir feðra.”
Heimir:
Ef þessir karlar sem höfðuðu mál voru allir feður, feður hverra þá?
Voru það bara feður sem höfðuðu algerlega tilhæfulaus faðernismál?
Voru málin kannski ekkert tilhæfulaus? Voru þeir feður barns?
Haukur Guðmundsson virðist efast um að þessi takmörkun standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar:
“Athyglivert væri að fá svar við spurningunni um hvort þessi takmörkun í barnalögunum standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar.”
Haukur Guðmundsson spyr sig hvort réttlætanlegt sé að gera “feður” réttlausa, hann er ekki að vísa til tilhæfulausra málshöfðana “karla”:
“Vissulega er friðhelgi fjölskyldunnar mikilvæg en er réttlætanlegt að gera feður réttlausa með þessum hætti.”
Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur að brotið sé gegn 1. gr. barnalaga með þessari takmörkun:
„Ég tel þessa þrengingu ekki vera í samræmi við fyrstu grein barnalaganna sem segir að allir hafi rétt á að vita uppruna sinn og þekkja foreldra sína,“
Dögg Pálsdóttir telur einnig að þrengingin snúist ekki um tilefnislausar málshöfðanir heldur sé fremur verið að svipta börn og feður réttindum til að þekkja hvort annað:
“Rökstuðningurinn var sá að friðhelgi fjölskyldunnar sé þar æðri, þrátt fyrir að hjónin og aðrir viti sannleikann í málinu.”
Hagsmunir og hvernig þeim er raðað upp að mati Heimis:
Ef við tökum hagsmuni barns, föður, móður og ríkisins þá tel ég að mikilvægi þeirra í faðernisákvæðum barnalaga sé í þessari röð:
1. Móðir: Móðir vill ráða hver er skráður faðir barns.
2. Ríkið: Ríkið vill að börn séu feðruð bara einhverjum vegna barnalífeyrisgreiðslna með ófeðruðum börnum.
3. Barnið: Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína.
4. Faðir: Faðir vill að rétt faðerni sé viðurkennt.