Feðrum sem taka fæðingarorlof hefur fjölgað jafnt og þétt þau þrjú ár sem liðin eru frá því ný tilhögun greiðslna í fæðingarorlofi tók gildi árið janúar 2001. Í fyrra fengu 5.149 konur og 4.431 karlar á vinnumarkaði, greiðslur í fæðingarorlofi. Árið 2001 fengu hins vegar 3.223 vinnandi konur 2.524 karlar á vinnumarkaði slíkar greiðslur.

Í skýrslu Hagstofunnar, Konur og karlar 2004, segir að ekki komi á óvart að það fleiri konur en karlar fái greiðslur í fæðingarorlofi en áhugavert hve margir feður nýta sér þennan rétt líka.

Tilhögun fæðingarorlofsgreiðslna er í megindráttum sú að móðir og faðir eiga hvort um sig rétt á greiðslum í fæðingarorlofi í þrjá mánuði, en geta svo skipt með sér öðrum þremur mánuðum.

mbl.is 11.10.2004

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0