Í Noregi eru foreldrar hvattir til að sjá um framfærslu barna sinna með beinum hætti án milligöngu hins opinbera. Þetta heita einkasamningar um framfærslu barna (privat avtale). Fyrirkomulag og upphæð meðlags er einkamál foreldra, rétt eins og uppeldi barnanna.
 
Við þetta fyrirkomulag sleppa foreldrar við að greiða þjónustugjöld til Innheimtustofnunar Sveitarfélaganna, sem innheimt eru þar ytra. Þannig hvetur hið opinbera foreldra til að samninga sem eru klæðskera saumaðir að þörfum hvers og eins. Um þetta mál lesa á:
http://bidragsveileder.trygdeetaten.no/bidragsveileder/servlet/dispatcher/

Þetta kerfi er búið að vera við lýði í Noregi í um 3 ár. Nú fyrir jólin var fjallað um það í norskum blöðum að æ færri foreldrar rífast um meðlag, einfaldlega vegna þess að frelsi þeirra til aðganga frá þessum málum sjálf, án atbeina hins opinbera, sem beinlínis verðlaunar fólk fyrir að gera einkasamninga um meðlag, þar sem að við slíkt fyrirkomulag fer ekkert í millifærslukostnað hjá Innheimtustofnun Sveitarfélaganna. Sjá m.a. http://www.p4.no/story.asp?id=180134

Á Íslandi er aftur á móti úrsérgengið gamaldagskerfi, sem þarf að kasta á haugana sem fyrst og tryggja að báðir foreldrar fái ávallt fyrsta boð að vera áfram virkir uppalendur barna sinna, einnig eftir skilnað og sinni þannig framfærslu skyldu sinni með beinum hætti.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0