Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu karlmanns um að hann fái dóttur sína afhenta til Frakklands, þar sem hann býr, með beinni aðfarargerð hafi móðir stúlkunnar ekki áður fært hana til Frakklands. Fram kemur í dómnum, að móðirin hafi numið stúlkuna á brott frá Frakklandi og flutt með sér til Íslands.

Dómurinn taldi, að frönsk lög kvæðu skýrt á um sameiginlegan forsjárrétt. Þá þættu framlögð gögn ekki benda til þess, að alvarleg hætta sé á að afhending muni skaða stúlkuna andlega eða líkamlega eða koma henni á annan hátt í óbærilega stöðu með afhendingu til föður síns.

Segir dómurinn, að stúlkan sé ung að árum og verði ekki annað ráðið en að fram til þess tíma, sem móðir hennar flutti hana með sér til Íslands, hafi hún verið í góðum tengslum við báða foreldra sína. Þá þyki engin efni til að hafna beiðni föðurins á þeim grundvelli að afhending stúlkunnar sé ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um verndun mannréttinda.

Hér má lesa dóminn

MBL Fær dóttur sína afhenta til Frakklands

Bloggað um fréttinga

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0