Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.
Rannsóknin var gerð í samstarfi við vísindamenn við Háskólann í Rochester í Bandaríkjunum. Kannaðar voru heilsufarsupplýsingar um tæplega 8.500 feður. Í ljós kom, að tveim mánuðum eftir fæðingu virtust 3,6% þeirra þjást af þunglyndi, og voru einkennin m.a. kvíði, skapsveiflur og vonleysi.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að þegar börn þunglyndra feðra komast á táningsár er þeim hættara við geðrænum vandamálum, en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl þunglyndis feðra og þroska barna í frumbernsku. Ennfremur kom í ljós, að þunglyndi feðra virtist hafa alvarlegri áhrif á drengi en stúlkur.
Paul Ramchandani, geðlæknir við Oxfordháskóla, segir við BBC: „Áhrif feðra á mjög ung börn kunna að hafa verið vanmetin fram að þessu, en þessar niðurstöður benda til að þunglyndi feðra hafi tiltekin og viðvarandi áhrif á atferlis- og tilfinningaþroska barna í frumbernsku.“
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.