RÚMLEGA þriðjungur barna á Íslandi fæðist innan vébanda hjónabands (34,3%). Þetta hlutfall hefur lækkað lítils háttar frá því í upphafi 10. áratugarins, úr 43,6% 1991. Hlutfall þeirra barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar foreldra hefur aftur á móti haldist stöðugt og er nú 50,8%.
Börnum sem fæðast utan skráðrar sambúðar hefur fjölgað hlutfallslega, þau voru um 10,2% allra barna sem fæddust á árabilinu 1991-1995 en eru nú 14,4%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
mbl.is Mánudaginn 10. apríl, 2006 – Innlendar fréttir
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.