Fyrir nokkru fékk FÁF þennan ánægjulega tölvupóst frá meðlimi sem sótti almennan fund hjá FÁF og fékk þar stuðning og hvatningu. Með góðfúslegu leyfi viðkomandi þá er eftirfarandi birt.

“Ég er nú staddur á xxxxxx en þar búa börnin mín eins og ég sagði ykkur frá. Ég var einmitt í kvöld að ná tali af þeim og það í hátt í tvo klukkutíma en ég hef ekki séð þau síðan í júlí en það var þá bara í sviphendingu. Þetta er því stór dagur fyrir mig og ég mjög ánægður með þetta skref, en ég heyrði líka lítilsháttar í þeim í síma ca. mínútu
um daginn. Hitti þau aftur á morgun á æfingu og etv. förum við svo saman í bíó á
eftir. Ég verð hér í einhverja daga og reyni að styrkja tengslin. Börnin eru búin að vera undir gífurlegum þrýstingi frá móðurinni með að hundsa mig og komu þau nú með mér og létu hana vita að þau ætluðu með mér þó þau vissu að þau fengju ekki blíðar móttökur eftirá þegar þau kæmu heim. En enn og aftur þakka ykkur fyrir stuðninginn og í raun að vera til staðar því það var mér mikils virði að mæta á fund
FÁF og finna aðra með svipuð vandamál að glíma við og fá hint frá ykkur. Takk enn og aftur”

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0