Eftir aðeins 3 vikur hefur Facebook síða Foreldrajafnrettis náð þeim merka áfanga að ná 2000 manns sem vinum. Málefnið er að vonum eitthvað sem margir þekkja af eigin raun og er mikilvægt á þessum tíma að það fái það vægi í þjóðfélagsumræðunni sem það á skilið. Það er margbúið að sýna fram á mikilvægi þess að hafa þennan málaflokk með þeim hætti að börn fái rétt sinn virtann og að deilur og átök sé eitthvað sem beri að forðast. Með stuðningi við málstaðinn eru meiri líkur á að foreldrajafnrétti nái takmarki sínu og takist að knýja fram réttarbót sem gagnast börnum þessa lands. Foreldrajafnrétti þakkar þessar viðtökur og óskar eftir því að fólk kynni sér málstaðinn svo málefnið fái rétta umræðu á sanngjörnum forsendum.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0