Vísindamenn við Newcastle-háskóla í Bretlandi hafa fengið heimild til að klóna mannfósturvísi úr erfðaefni frá tveim konum. Verður kjarninn úr fósturvísi gerðum af manni og konu fluttur í ófrjóvgað egg úr annarri konu. Markmiðið með þessu er að koma í veg fyrir að tilteknir erfðasjúkdómar berist frá móður til fósturs.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Arfgengir sjúkdómar berast með erfðaefni sem er utan kjarnans og erfast því ekki með erfðaefninu í honum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á músum benda til að með þessari aðferð eigi að vera hægt að komast hjá því að sjúkdómarnir erfist.

Bandarískir vísindamenn greindu frá því 2001 að þeir hefðu gert vel heppnaða tilraun með þessa aðferð, og hefði árangurinn orðið fimmtán frísk börn sem virtust ekki hafa erft sjúkdóma mæðra sinna.

mbl. 8.9.2005

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0