Þegar um er að ræða sameiginlegt forræði rennur öll upphæðin til þess heimilis þar sem barnið er með lögheimili en samkvæmt íslenskum lögum getur barn ekki átt lögheimili á tveimur stöðum. Þegar um sameiginlegt forræði er að ræða er gengið út frá því að báðir foreldrar séu virkir í uppeldi barna sinna og að þeir deili með sér þeim kostnaði sem því fylgir. En óneitanlega hefur annað foreldrið umtalsvert forskot á hitt í krafti barnabóta.
Mér er það eiginlega um megn að skilja af hverju ekki er hægt að deila barnabótum á milli forræðisaðila, þó þeir búi ekki saman. Hjón fá sína ávísunina hvort, af hverju er ekki hægt að hafa sama háttinn á þegar um sameiginlegt forræði er að ræða? Er nema von þótt spurt sé hvort barnabæturnar séu fyrir börnin eða þá fullorðnu? Er ríkið að senda út þau skilaboð að fólki sé ekki treystandi til að láta barn njóta barnabóta nema að það sé skráð til heimilis hjá viðkomandi? Svo virðist sem íslenska ríkið mismuni vísvitandi foreldrum eftir því hvort þeir eru í sambúð eða ekki.
Greinin birtist einnig í Morgunblaðinu
Baldvin M. Zarioh f.v ritari Félags ábyrgra feðra.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.