Í ljósi þess að á Íslandi eru feður sviftir forsjá í umvörpum fyrir það eitt að vera ekki móðurinni þóknanlegir þá þykir mér þetta undarleg frétt.

 

Móðir fær viðvörun fyrir gróft ofbeldi á barni. Ekkert er sagt um það hvort móðirin hafi misst forsjá barnsins vegna ofbeldisins og því miður þá geri ég ráð fyrir því að þetta litla skamm sem mamman fékk verði látið duga. Minnumst Peter, sem var kallaður Baby P í nokkurn tíma eftir andlát sitt í Bretlandi til að verja móður hans fyrir áreiti þar sem hún hafði ásamt sambýlingum sínum orðið honum að bana. Þar hafði félagsþjónustan 90 sinnum haft afskipti og sagt skamm við mömmu Peters en aldrei meir.

 

Fréttin á Visir.is er ekki laus við meðvirkni með móður frekar en dómurinn sjálfur og væntanlega barnavernd. (nema barnið hafi verið tekið af móður án þess að talað sé um það)

 

Í fréttinni segir: “Málið er óvenjulegt því líkamlegar refsingar gangvart börnum er almennt ekki viðurkennd uppeldisaðferð hér á landi, eins og víða annars staðar. Afar fá mál eru kærð til lögreglu og enn færri fara fyrir dóm. Dæmið hér að framan sýnir þó að ekki eru öll börn óhult.

 

Meðvirkni, minnkun: “líkamlegar refsingar gagnvart börnum er almennt ekki viðurkennd uppeldisaðferð

 

Staðreynd: Skv. 82. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002:
“… Óheimilt er að:
a. beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum …”
1. mgr. 99. gr. sömu laga:
“Hver sem beitir barn refsingum, hótunum eða ógnunum og ætla má að slíkt skaði barnið andlega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.”

 

Frétting á Visir.is: http://www.visir.is/article/20091028/FRETTIR01/266382922

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0