Er dómskerfið að breytast ?

 

Hæstiréttur staðfesti í vikunni héraðsdóm þar sem faðir fær forsjá 8 ára dóttur sinnar. Það sérstaka í dómnum er að móðirin hafði áður forsjána og er talin hæf til að sinna foreldrahlutverkinu. Hér er því talsverð viðhorfsbreyting, þar sem hefðin er í þá veru að forsjáin er ætíð dæmd til móðurinnar – ef hún hefur verið þar fyrir. Málin hafa þá verið metið þannig að ekki skuli raska aðstæðum barnsins þó svo að aðstæður séu betri hjá föðurnum. Í þessu máli eru faðirinn og eiginkona hans talin hæfari en móðirin og sambýlismaður hennar og forsjáin fer yfir – punktur!. Umgengnin við móðurina verður 5 nætur af hverjum 14. Móðir greiðir föður einfallt meðlag.

 

Hingað til hefur viðhorfið í dómssölunum verið í þá veru að móðirin hafi þurft að vera metin vanhæf í foreldrahlutverkinu af þar til bærum sérfræðingum til að forsjáin verði “tekin af henni” og færð til föður.  Félag um foreldrajafnrétti hefur margoft gagnrýnt að dómarar hafi metið hagsmuni móður og barns frekar en bara hagsmuni barnsins.  Hér virðist hafa verið um kalt hagsmunamat að ræða þar sem einungis var horft á hagsmuni barnsins. Vonandi sjáum við framhald á. Dómurinn er hér.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0