Mál Lauru Scheefer : Alger grundvallarréttindi tveggja franskra ríkisborgara, sex og hálfs ára telpu og föður hennar, François Scheefer, eru enn og aftur lítilsvirt. Það er óviðunandi, það er óþolandi, og við getum ekki orða bundist !

Heilsa þessa föður sem berst fyrir sannleikanum er í hættu…
Fyrir um það bil viku síðan hvarf dótturin, Laura, frá Íslandi. Eins og alltaf, er faðurinn án frétta.

Dótturin átti að eyða fjörum vikum af sumarleyfinn með föður sinum, samkvæmt úrskurði Sýslumannsembættisins og staðfestingu Dómsmálaráðuneytisins…!

Okkur í SAMTÖKUNUM SOS SKILNAÐARBÖRN í héraðinu Nord/Pas de Calais í Frakklandi, sem störfum að því að kynna sameiginleg forráð, sem hnykkt er á í frönskum lögum frá 4. mars 2004, og að réttur barnsins sé virtur, er skylt að koma eftirtöldum atriðum á framfæri við allt áhugafólk um réttlæti og alla foreldra:

Er eðlilegt að sex og hálf ára frönsku stúlkubarni sé enn haldið eins og mögulegt er frá föður sínum í Reykjavík vegna nýrra ástæðna sem móðirin heldur áfram að búa til ?
Jafnvel með ófrjálsan lágmarksumgengnisrétt árin 2002 til 2004 urðu barnið, Laura, og faðir hennar fyrir því að móðirin virti ekki lögmæta umgengni 35 sinnum án þess að hún væri beitt nokkurri refsingu fyrir vikið. Það er þannig fullkomlega refsilaust sem lögleg umgengni er virt að vettugi.
Frá síðara helmingi ársins 2004 hafa barnið og faðir þess loksins fengið eðlilegri umgengnisrétt þótt hann sé enn fjarri öllum hugmyndum um sameiginleg forráð, en móðirin hefur lagt sig fram um að finna alls konar nýjar átyllur til þess að reyna aftur að rjúfa sambandið.

Síðan 9. janúar 2006 hefur lögmætur umgengnisréttur ekki verið virtur. Hvað gera stjórnvöld? Öll tengsl Lauru við föður sinn eru rofin. Það er óviðunandi, það er óþolandi !
Í yfir hundrað og sjötíu daga !…

Í ljósi aðstæðna virðist greinilegt að faðir Lauru hefur aldrei gert annað en aðstoða barnið og sífellt lagt sig fram um að barnið gæti haft samband við móður sína og hitt hana þegar hann fann sig knúinn til að fara með dóttur þeirra til Frakklands til að leita henni læknishjálpar þegar íslenskir læknar sem leitað var til höfðu ekkert gert. Staðreyndir málsins eru staðfestar af franskri læknisþjónustu og barnageðdeild en íslenskir dómstólar undir þrýstingi frá móður barnsins leitast enn í dag við að dæma föður þess sem reyndi aðeins að hjálpa barni í nauð.
Við skulum minna á að barnið var síðan numið brott á mjög ofsafenginn hátt af sjálfri móður sinni með vopnavaldi og aðstoð vitorðsmanna úti á götu þegar hún neytti umgengnisréttar síns við barnið í mars 2002.

Og þessi sama móðir ákvað skyndilega í júní 2004 að hún vildi ekki sinna barninu framar, skildi barnið eftir á vinnustað föður þess og tók fram í vitna viðurvist að hún vildi ekki lengur sinna því, en skipti svo um skoðun nokkrum klukkustundum síðar… Hvar er hagur barnsins í öllu þessu máli?

Síðan 9. janúar 2006 hefur telpunni verið meinað allt samband við föður sinn, henni er jafnvel bannað að tala við hann í síma. Slíkt ábyrgðarleysi er óviðunandi. Barnið er aftur orðið fórnarlamb, réttur þess og óskir eru virtar að vettugi.

Hvað gera þau yfirvöld sem leitað hefur verið til í rúma sex mánuði? EKKERT ?…

Hvaða virðing er barninu sýnd? Hér virðist alls ekki hugsað um það. Það er alvarlegt mál. Er verið að biðja um harmleik?…

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0