Hvernig stendur á því að ég er ekki hvítasunnumaður en veit samt nákvæmlega hvenær þeir eru með samkomu hjá Filadelfiu? Ég veit um mæðrastyrksnefndina, læknavaktina og m.a.s. veit ég af Góða Hirðinum, en ég vissi ekki um félag ábyrgra feðra fyrr en búið var að ganga frá skilnaði. Hefði ég vitað af félaginu fyrir skilnaðinn hefði það t.d.sparað mér auka lögfræðikostnað vegna umgengnis- og meðlagssamnings.
Hvernig stendur á því margir feður þarna úti vita ekki af okkar tilvist á þeim tíma þegar þeir þurfa mest á okkur að halda?
Hvaða hugmyndir eru þarna úti til þess að koma okkur betur á framfæri? Ég hef lesið grein í blaði eftir félagsmann og Garðar hefur komið fram í fjölmiðlum. Það er það sem vantar en hvað getum við hin gert? spyr Herwig Syen að lokum.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.