Virginia Graham Foreman, dóttir bandaríska prédikarans Billy Graham, hlaut í gær eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir ofbeldi gegn eiginmanni sínum. Þá er henni gert skylt að leita til sálfræðings í eitt ár. Virginia, sem er 59 ára, var handtekinn 1. júlí síðastliðinn eftir að hún réðst gegn eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöð í Flórída og reyndi, að sögn vitna, að kyrkja hann.
Dóttir prédikarans sat næturlangt í fangelsinu en var sleppt að því loknu.
Að því er fram kemur í bandaríska dagblaðinu The Daytona Beach News-Journal má Virginia ekki bera skotvopn á meðan hún skilorði hennar stendur.
mbl.is Erlent | AP | 6.12.2005 | 07:59
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.