Danskir dómarar hafa ekki aðeins heimild til þess að dæma í sameiginlega forsjá heldur þurfa þeir að hafa ríkar ástæður til þess að dæma á annan veg.

Dómaraheimildin er í öðrum kafla laganna undir 11. grein svohljóðandi.
Danska:
§ 11. Er forældre, der har fælles forældremyndighed, og som ikke lever sammen, ikke enige om forældremyndigheden, afgør retten, om den fælles forældremyndighed skal fortsætte, eller om en af dem skal have forældremyndigheden alene. Retten kan kun ophæve den fælles forældremyndighed, hvis der foreligger tungtvejende grunde.
Enska:
§ 11. If non-cohabiting parents with joint custody disagree about custody, the court will decide whether joint custody is to continue or whether one of the parents is to have sole custody. The court can only terminate joint custody for compelling reasons.
Íslenska:
§ 11. Þegar foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns en búa ekki saman greinir á um forsjá, skal með dómi ákveðið hvort forsjá skuli áfram vera sameiginleg eða hvort annað foreldrið fari eitt með forsjá barns. Dómari getur þó aðeins slitið sameiginlegri forsjá þegar rík ástæða er til.

Fyrirhuguð dómaraheimild í íslenskum lögum sem innanríkisráðherra hefur nú slegið út af borðinu var gjörólík þeirri dönsku því ríkrar ástæðu var krafist til þess að hægt væri að dæma í sameiginlega forsjá.

Í Danmörku fara því báðir foreldrar sameiginlega með forsjá nema rík ástæða sé til þess að svipta annað foreldið forsjá barns.

Á Íslandi treystir innanríkisráðherra ekki dómurum til þess að dæma í sameiginlega forsjá þó rík ástæða sé til. Ávalt skal svipta annað foreldrið forsjá.
Dönsku lögin um foreldraábyrgð er að finna hér Forældreansvarslov

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0