ÁHERSLAN á að vera á rétt barna til að njóta samvista við foreldra sína, það er að segja að komi til forsjársdeilu eftir skilnað megi dómstólar dæma foreldrunum sameiginlega forsjá yfir börnunum jafnvel þótt annað þeirra sé því andvígt.
Það er dönsk þingnefnd sem leggur þetta til og hefur Lars Barfoed fjölskylduráðherra tekið því mjög vel. Býst hann við að tillagan fái góðan stuðning á þingi og hann, eins og nefndin, telur að með þessum hætti megi oft koma í veg fyrir hörð átök um forsjá yfir börnunum. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands-Posten í gær.”Hvorugt foreldranna á að hafa einkarétt á börnunum en hins vegar hafa börnin rétt til að umgangast þá báða,” sagði Barfoed en núgildandi lög í Danmörku kveða á um að aðeins öðru foreldrinu skuli dæmd forsjáin.
Í tillögum nefndarinnar er sleginn sá varnagli að ekki verði kveðið á um sameiginlega forsjá nema foreldrarnir séu sæmilega samstarfsfúsir og ábyrgir og tryggt sé að niðurstaðan komi börnunum best.
www.mbl.is
Þriðjudaginn 30. maí, 2006 – Erlendar fréttir
nánar má sjá á
http://politiken.dk/VisArtikel.iasp?PageID=456407
og/
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.