Breskir feður hika við að taka feðraorlof þar sem þeir telja sig tapa peningum á því, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um málið, sem BBC greinir frá. Í núgildandi breskum lögum er kveðið á um að feður eigi rétt á tveggja vikna greiddu orlofi eftir fæðingu barna þeirra.

Þeir sem nýta sér rétt sinn fá greidd 102,80 pund á viku, eða um 13.000 íslenskar krónur, eða 90% launa sinna, séu þau lægri en þessi upphæð.

Í hinni nýju skýrslu um feðraorlof kemur fram að næstum helmingur feðra telur greiðslur í feðraorlofi of lágar. Það var Chartered Institute of Personnel and Development (CIPD), fagsamtök þeirra sem starfa á sviði starfsmannastjórnunar í Bretlandi, sem stóðu að könnuninni.

Fjórir af hverjum fimm sem rætt var við í könnuninni sögðu að þeir myndu taka feðraorlof, fengju þeir greidda upphæð sem samsvaraði um 90% launa þeirra. Um 87% feðra sögðust reiðubúnir að taka feðraorlof fengju þeir full laun.

„Sveigjanleg starfsmannastefna skipar æ stærri sess á vinnumarkaði í Bretlandi,“ sagði Duncan Brown, aðstoðarforstjóri hjá CIPD. „En feður segja okkur að þeir hafi ekki efni á að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum miðað við núverandi greiðslur í feðraorlofi.“

frétt frá mbl.is

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0