Nýbakaðir feður í Bretlandi munu eiga kost á allt að þriggja mánaða feðraorlofi samkvæmt tillögum stjórnvalda þar í landi, og mæðraorlof verður lengt úr sex mánuðum í níu. Þá verða orlofsréttindi þeirra sem sjá um aldraða ættingja sína aukin. Alan Johnson, verslunar- og iðnaðarráðherra, mun væntanlega leggja fram í dag frumvarp þessa efnis.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Samtök smáfyrirtækja og Breska verslunarráðið hafa lýst „miklum áhyggjum“ af þessum fyrirætlunum stjórnvalda, þar sem þær geti þýtt að starfsfólk verði frá vinnu mánuðum saman. Breska jafnréttisráðið fagnar þessu aftur á móti og segir börn vera „launþega framtíðarinnar“ og leggja þurfi áherslu á að umönnun þeirra sé sem best.

Sjá nánar: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1164207

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0