Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ákvað í dag að börn ofbeldismanns, sem Hæstiréttur staðfesti í gær að skyldu vistuð utan heimilis í tvo mánuði, skyldi komið aftur til ofbeldismannsins. Er það þvert á ráðleggingar starfsmanna Barnaverndar.  Beitti ofbeldismaðurinn börnin m.a. ofbeldi og lét þau sofa út í bíl á meðan hann spilaði í spilakössum en ofbeldismaðurinn er einnig spilafíkill.

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þar sem úrskurðir Barnaverndarnefndar Reykjavíkur voru staðfestir um að börnin yrðu vistuð utan heimilis í tvo mánuði. Tvö elstu börnin voru vistuð á heimili föður þeirra en hin þrjú yngri á Vistheimili barna.

Því tveggja mánaða tímabili lýkur á næstu dögum og í dag ákvað Barnaverndarnefnd Reykjavíkur að börnunum verði skilað til ofbeldismannsins að þeim tíma liðnum.

„Það lá tillaga fyrir nefndinni um að börnin yrðu vistuð til frambúðar hjá föður, jafnvel þrátt fyrir að ofbeldismaðurinn samþykkti það ekki. Niðurstaða nefndarinnar var að fallast ekki á tillögu eigin stafsmanna og ákveða að börnin færu aftur til ofbeldismannsins. Þetta kom satt að segja verulega á óvart,“ segir Þorbjörg I. Jónsdóttir lögmaður, sem gætt hefur hagsmuna föður elstu barnanna tveggja.

„Nefndin mat það þannig að það væru ekki nægilegar ástæður í málinu til að það væri líklegt að slíkt mál gengi eftir. Þau lögðu greinilega ekki í það fara með þetta mál fyrir dóm til að afla heimildar eins og barnaverndarlög gera ráð fyrir,“ segir Þorbjörg en faðirinn hefur ekki tekið ákvörðun um framhald málsins.

Sváfu í bíl á meðan ofbeldismaðurinn stundaði spilakassa

Í málavöxtum sem tilgreindir eru í hinum staðfesta úrskurði héraðsdóms segir að börnin hafi m.a. sætt líkamlegu ofbeldi af hálfu ofbeldismannsins en sjálfur játaði ofbeldismaðurinn að hafa klipið í munn og hendur barnanna.

Þá kemur fram í málavöxtum að lögreglu hafi borist tilkynning um að börn ofbeldismannsins væru sofandi í bifreið á bílastæði og að eitt þeirra gréti sáran. Bifreiðin var ólæst, gluggi opinn en kalt úti. Ofbeldismaðurinn fannst þá í spilasal í nágrenninu og gaf hún þær skýringar að hann væri að bíða eftir dóttur sinni sem hefði farið í kvikmyndahús. Ofbeldismaðurinn ók þá heim með börnin og kvað dóttur sína sem fór í kvikmyndahús þurfa „að bjarga sér.“

=========

Fréttin hér að ofan er tekin af vef Morgunblaðsins og lítillega umorðuð svo lesendur geti án eðlislegrar meðvirkni séð það svart á hvítu hversu langt stjórnsýslan gengur í að halda börnum hjá lögheimilisforeldrum sínum þrátt fyrir meinta vanrækslu og ofbeldi.

Á sama tíma og stjórnsýslan leggur allt í sölurnar til að vernda “rétt” lögheimilisforeldra til barna sinna án nokkurs tillits til barnanna sjálfra, þá leggja stjórnvöld ríka áherslu á að umgengnisforeldrar komi ekki nálægt börnum sínum nema geta fært fyrir því sönnur að þau hvorki hafi né muni nokkurntíma koma illa fram við börnin. (Sjá frumvarp til breytinga á barnalögum.)

Ef við berum saman þá vernd sem börn eiga að njóta gagnvart umgengnisforeldrum annarsvegar (barnalög +frumvarp til breytinga) og lögheimilisforeldrum hinsvegar (barnaverndarlög +frumvarp til breytinga) þá getur niðurstaðan varla orðið önnur en sú að Barnavernd á Íslandi er í besta falli hræsni og í versta falli öfgafull ofbeldis kvenremba.

Umboðsmaður barna. Ef þessar fréttir af ofbeldisforeldri snérust um ofbeldisfullt umgengnisforeldri og að nú væru börnin send í umgengni þá mættum við búast við háværum mótmælum frá Umboðsmanni barna í samfloti við femínista. Fréttin snýst hins vegar ekki um nokkurra klukkutíma umgengni heldur er verið að láta börnin til langframa til þessa meinta ofbeldismanns, sem vill svo til að er kona í þokkabót. Hvað gerir Umboðsmaður barna þá?

Tálmun. Umboðsmaður barna hefur aldrei getað talað gegn ólögmætum umgengnistálmunum þegar lögheimilisforeldrar tálmar umgengni þrátt fyrir að barnavernd og sérhæfðir sálfræðingar mæli með umgengni. Hvað ef forsjárlaus faðir myndi í þessu tilfelli tálma umgengni við meinta ofbeldismóður? Við vitum að það færi bara eins og með Baby P. (Peter), þ.e. að lögreglan myndi sækja barnið til föður og koma því til móður. Myndi Umboðsmaður barna þá mótmæla þeim aðgerðum eins og umboðsmaður mótmælti því þegar umgengni var komið á með aðför fyrir ekki svo löngu síðan?

=========

Umrædd frétt er hér að neðan og linkur í dóm hæstaréttar:

[iframe http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/12/16/bornin_aftur_til_modur_sinnar/ 100% 800px]

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0