Félagsráðgjafafélag Íslands telur að hagsmunir barna eigi að vera hafðir að leiðarljósi í þeim niðurskurði sem framundan er og lýsir því andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Mikilvægt er að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu – og atvinnulíf. Börn gæta ekki hagsmuna sinna sjálf og er ábyrgð stjórnvalda, fjölmiðla og samfélagsins alls mikil þegar kemur að málefnum sem þau varða
Valgerður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri FÍ s. 6929101
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.