Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna á að kynna betur fyrir norskum ungmennum og fólki almennt í Noregi.

Litríkt plakat með sáttmálanum áprentuðum verður sent í öll sveitarfélög, alla skóla, leikskóla, heilbrigðisstofnanir og til frjálsra félagasamtaka í Noregi. ÖLL BÖRN og fullorðnir í Noregi eiga að þekkja innihald barnasáttmálans eftir þetta átak.

“Látum Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna vera okku öllum innblástur til umræðna um réttindi barna” segir Karita Bekkemellem Jafnréttisráðherra og heldur áfram “Plakatið hengur uppi á vegg í skrifstofunni minni og er mér innblástur”

Plakatið norska má finna á:
http://www.odin.no/bld/norsk/dok/andre_dok/veiledninger/004051-990512/dok-bn.html
en það er bæði á bókmáli, nýnorsku og samísku.

sjá nánar á:
http://www.odin.no/bld/norsk/aktuelt/pressesenter/pressem/069021-070002/dok-bn.html

Ísland:
Það væri þarft mál fyrir Íslendinga að gera slíkt hið sama, t.d. gott verkefni fyrir Umboðsmann barna.

Í 18 gr Barnasáttmálans segir:
Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Á Íslandi er því miður enn þann dag í dag hægt að svipta hæft foreldri forsjá. Oftast er það faðir sem ekki fær þá forsjá og oftast er viðkomandi faðir fullkomnlega hæfur faðir. Vegna tímabundinni deilna foreldra er barnið svipt forsjá annars foreldris. Það má færa veiga mikil rök fyrir því að að slík forsjársvipting sé mannréttindabrot á 18 gr barnasáttmálans.

Sjá nánar: http://www.abotinn.is/barnaheill/barnasattmali1.html

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0