Hagstofa Íslands gefur út árlega hagtölur sem meðal annars eiga að sýna fram á hvaða þjóðfélagshópar eiga á hættu að lenda í fátækt. Einstæðir foreldrar eru oftast nefndir sem sá þjóðfélagshópur sem hættast er við fátækt og þá oftar en ekki einstæðar mæður. Hagstofa Íslands hefur hins vegar ekki, þrátt fyrir ábendingar þess efnis, tekið tillit til þeirra 14 þúsund foreldra sem ekki eru svo lánsamir að deila lögheimili með barni sínu.
Með því að gera foreldra sem ekki deila lögheimili meö börnum sínum ósýnilega, þá reiknast þeir með hærri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en raunin er enda börn ekki talin til heimilismanna. Auk þess þá gerir Hagstofa Íslands ráð fyrir því að meðlagsgreiðandi noti meðlagið einnig til eigin framfærslu og telur meðlagið ekki með til ráðstöfunartekna hjá þeim sem þiggur meðlagið.
Hagstofa Íslands reiknar foreldra sem ekki deila lögheimili með barni betur stadda en þeir raunverulega eru.
Hagstofa Íslands reiknar lögheimilisforeldra sem þiggja meðlag verr stadda en þeir raunverulega eru.
Þetta er gert með ákveðinni blekkingu eða fölsun í útreikningum.
Hér er tekið dæmi um foreldra þriggja barna sem eru á aldrinum 4, 7 og 10 ára. Þau búa á sitt hvoru heimilinu og annað foreldrið deilir lögheimili með öllum börnunum. Hitt foreldrið sinnir umgengni aðra hvora viku og greiðir lögbundið lágmarksmeðlag.
Upphæðir miðast við árið 2011 og notast er við miðgildis tekjur samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands og miðgildis útgjöldum samanber dæmigert neysluviðmið Velferðarráðuneytisins.
Tegund tekna |
Einhleypt lögheimilis foreldri |
Einhleypt umgengnis foreldri |
Mánaðarlaun |
418.000 |
418.000 |
Mæðra/feðralaun |
17.620 |
0 |
Tekjuskattur |
-118.122 |
-111.320 |
Barnabætur |
44.527 |
0 |
Húsaleigubætur |
16.226 |
0 |
Meðlag |
70.233 |
-70.233 |
Ráðstöfunartekjur heimilis |
448.484 |
236.447 |
Dæmigerð útgjöld skv. neysluviðmiði Velferðarráðuneytis |
455.724 |
438.374 |
Hlutfall af neysluviðmiði einstaklings |
1,5 |
1,5 |
Raunverulegar ráðstöfunartekjur á neyslueiningu miðað við neysluviðmið Velferðarráðuneytis |
298.989 |
157.631 |
Blekking Hagstofu Íslands | ||
Ráðstöfunartekjur heimilis |
448.484 |
236.447 |
Hagstofan horfir framhjá meðlagsgreiðslum á milli heimila |
-70.233 |
70.233 |
Ráðstöfunartekjur heimilis skv. Hagstofu Íslands |
378.251 |
306.680 |
Hagstofa Íslands miðar við neyslustuðull EU-SILC án tillits til umgengni |
1,9 |
1,0 |
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu samkvæmt fölsuðum upplýsingum Hagstofu Íslands |
199.079 |
306.680 |
— Heimir Hilmarsson
ps. Endilega setjið inn comment ef þið hafið ábendingar eða athugasemdir.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.