Fyrir nokkru vakti það heimsathygli þegar maður að nafni Jason Hatch klifraði uppá vegg Buckinhgham Palace klæddur sem Batman og var með mótmælendaspjald til að minna á réttindi eða öllu heldur réttindaleysi feðra og barna í Bretlandi. Þessi aðgerð var skipulögð af félagsskap sem heitir Fathers 4 Justice (F4J)

Stofnandi F4J hefur nú selt kvikmyndaréttinn að þessari aðgerð. Það er áætlað að Danny Devito leiki Jason Hatch, sem fór í Batman búningi á Buckingham höll. Handritið verður ritað af af Danny Brocklehurst, þeim sem skrifaði Shameless.

“Það er mikilvægt fyrir okkur að sagan verði rétt og trúverðug. Sagan er um alvarlegt málefni en vonandi verður hægt að gera myndina eins og Calender Girls, skemmtilega með alvarlegn undirtón ” segir Suzanne Mackie framleiðandi .

Nánar á
http://news.independent.co.uk/people/pandora/article342607.ece

Sjá nánar: http://news.independent.co.uk/people/pandora/article342607.ece

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0