Betri tengsl ef börnin búa jafnt á báðum stöðum24stundir

Félag um foreldrajafnrétti hefur margoft vitnað til rannsókna erlendis sem halda því fram að það sé almennt jákvætt fyrir börn að eiga tvö, því sem næst jafngild heimili – frekar en eitt aðalheimili hjá öðru foreldrinu og fara svo í heimsókn til hins foreldrisins. “Það er frábært að vera nú loks búin að fá íslenska rannsókn sem staðfestir að kostirnir vegi upp ókostina og vel rúmlega það” segir Lúðvík Börkur Jónsson formaður Foreldrajafnréttis. Lúðvík segir að nú hljóti sjálfskipaðir sérfræðingar á Íslandi í málefnum skilnaðarbarna, allt frá barnaverndarkerfunum til Umboðsmanns barna að hætta að tala gegn þessu fyrirkomulagi sem svo mjög ryður sér til rúms. Að neðan eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar;

Börn sem búa jafnt hjá báðum foreldrum til skiptis eftir skilnað eru í betri tengslum við foreldra sína en börn sem búa við aðrar aðstæður. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Þórodds Bjarnasonar félagsfræðings og Ársæls Más Arnarssonar sálfræðings er þeir kynntu á málþingi um rannsóknir í jafnréttismálum sem Jafnréttisstofa og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri stóðu fyrir í gær.  

Gott samkomulag nauðsyn

„Þetta kom okkur mjög ánægjulega á óvart. Margir hafa haldið því fram að það sé vont fyrir börn að búa á tveimur stöðum út af rótinu sem því fylgir og talið það koma niður á félagstengslum við foreldra og vini. Þessi könnun sýnir hins vegar að þessir krakkar eru jafn vel settir, ef ekki betur en aðrir,“ segir Þóroddur.  Þá segir hann börnin bæta upp fyrir rótið sem þau upplifa með því að reiða sig meira á vinahópinn, sem sé alltaf til staðar.

Ólíkar aðstæður inn

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0