Þetta er staðalbréf okkar þar sem óskað er eftir aðgangi að lækna- og skólaskýrslum barnsins þíns. Þetta bréf er skrifað í formlegum og yfirveguðum stíl og hentar vel ef þú gerir ráð fyrir að skólinn eða læknirinn verði andsnúinn eða ósamvinnufús gagnvart lögformlegri ósk þinni um skýrslurnar.
Afritaðu textann inn í ritvinnsluforritið þitt og breyttu upplýsingum í [hornklofum] svo þær passi við þitt eigið mál.

Related documents: Individual State Statutes Getting School Records Getting Medical Records Correcting School Records

——————————————————————————–

[Nafn þitt]
[Heimilisfang þitt]
[Póstnúmer og staður]
[Símanúmer þitt]
[Netfang þitt]

[Nafn skólastjórans]
[Heimilisfang skólans eða læknisins]
[Póstnúmer og staður]

BEIÐNI UM SKÝRSLUR

Dagur, mánuður, 20XX
Skrifstofa (nafn skóla) Grunnskóla/Framhaldsskóla
Heimilisfang
Póstnúmer og staður

Til þeirra sem málið varða:

Vinsamlegast lítið á þetta bréf sem formlega beiðni mína um allar upplýsingar skólans um barn mitt, [nafn barnsins]. Mér þætti vænt um að þetta bréf yrði fært inn í varanlega skólaskýrslu [nafn barnsins]. Þar eð enginn dómsúrskurður hindrar samband mitt við [son minn/dóttur mína] og ég hef ávallt leitast við að vera ábyrg/ur [móðir/faðir], nýti ég mér hér með rétt minn samkvæmt Barnalögum til að fá fullan og ótakmarkaðan aðgang að upplýsingum skólans um [son minn/dóttur mína].

Ég hef reynt að nálgast þessar upplýsingar hjá [föður/móður] barnsins en vegna samskiptaerfiðleika okkar í milli óska ég eftir þessum upplýsingum beint frá skólanum. Þær upplýsingar sem ég óska taka til, en eru ekki einskorðaðar við, eftirfarandi:

* Ljósrit af öllum einkunnum, árangursprófum, leyfisbréfum, fréttabréfum skólans, skólaljósmyndum og hvers konar öðru pappírum og gögnum sem send eru til lögheimilis barnsins.

* Sjáið um að nafn mitt sé tryggilega til staðar í reit fyrir [föður/móður] á öllum skólaskýrslum, og gangið tryggilega þannig um hnútana að nafn mitt, heimilisfang, heima og vinnusími, svo og vinnunúmer [konu minnar/eiginmanns míns] séu sett í skólaskýrslur fyrir nánasta aðstandanda ef eitthvað kemur upp á (þessar upplýsingar fylgja hér með neðst í bréfinu).

* Að þess sé gætt að ég geti náð sambandi við kennara, aðstoðarmenn, ráðgjafa, skólastjóra og annað starfslið skólans til að ræða frammistöðu [nafn barnsins] í skólanum, um hvers konar mál varðandi hegðun hans/hennar eða agamál og félagslega velferð [nafn barnsins] í skólanum, hvort heldur er í síma, tölvupósti, símbréfum eða augliti til auglitis.

* Ég vil að ég sé látin(n) vita um og fái tækifæri til að taka þátt símleiðis (eða augliti til auglitis ef þess er kostur) í HVERS KONAR fundum, ráðstefnum, agaumræðum og öðrum fundum þar sem óskað er eftir nærveru foreldra.

* Afrit af niðurstöðum allra staðlaðra prófa ásamt tækifæri til að ræða við starfslið skólans ef aðstoðar er þörf við að túlka niðurstöðurnar.

* Afrit af skóladagatalinu og tilkynningum um sérstaka viðburði (tónleika, leikrit, hátíðir í skólanum o.s.frv.).

* Að fá að vita tímanlega um HVERS KONAR agaviðurlög (brottrekstur úr skóla, kyrrsetningu o.s.frv.) svo að ég og [móðir/faðir] [nafn barnsins] getum rætt um hegðunarvanda [hans/hennar] þegar hann kemur upp.

Ég vil líka bjóða mig fram til aðstoðar hvenær sem ástæða er til í skólastofu [nafn barnsins]. Ég er tilbúin(n) að lesa upp fyrir nemendurna, aðstoða einstaka nemendur sem þurfa á aðstoð að halda, ræða starfsval eða taka þátt í öðru starfi sem gæti að gagni komið, ekki aðeins fyrir [nafn barnsins] heldur einnig fyrir allan bekkinn.

Mér er ljóst að óraunhæft er að senda mér póst á hverjum degi. Ég geri mig ánægða(n) með að efni sem ekki er bundið tilteknum tíma sé safnað og sent í slumpum sé ekki hægt að senda það í tölvupósti. En efni eða tilkynningar um fundi sem eru mjög bundnir tilteknum tíma þarf að senda mér tímanlega svo ég geti tekið þátt í skólastarfi [nafn barnsins]. Ef tíminn er of naumur fyrir póst þá má hringja í mig í eitthvert af símanúmerunum sem skráð eru hér fyrir neðan. ( Þér getið einnig sent mér upplýsingar með símbréfi.)

Mér er ljóst að einhver kostnaður getur hlotist af afritun og póstsendingum efnis til mín. Það er engin hindrun því ég vil gjarnan greiða þann kostnað. Sendið mér því bara reikning þegar slíkur kostnaður hlýst af. Ef þér viljið er ég líka fús að leggja til frímerkt og árituð umslög til að auðvelda yður að póstsenda mér skólaupplýsingar varðandi [nafn barnsins]

Að lokum þætti mér vænt um að fá upplýsingar (strax við móttöku þessa bréfs) um nafn kennara [nafn barnsins] og hvenær dags líklegast er að ná símasambandi við hann/hana. Ef þér hafið spurningar um hvort tilteknar upplýsingar eigi að senda til mín sendið þær þá til mín.

Fyrirfram þakkir fyrir samvinnu yður. Ef þér hafið einhverjar spurningar skuluð þér ekki hika við að hafa samband við mig.

Virðingarfyllst,

Nafn
Heimilisfang
Póstnúmer og staður
Síma- og bréfsímanúmer (öll)

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0