„Beiðni um skýrslur“ Bréf (gerð 3)

Þetta er annað bréf til að óska eftir aðgangi að lækna- og skólaskýrslum barnsins þíns. Þetta bréf fer vægar í sakirnar en er þó formlegra en staðalbréfið okkar. Ef þú ert í góðu sambandi við lækninn eða skólann sem þú óskar eftir skýrslum frá, þá er þetta kannski betra bréf.

Ef bréfið nær ekki tilætluðum árangri mælum við með að þú fylgir því eftir með einu af staðalbréfunum. Afritaðu textann inn í ritvinnsluforritið þitt og breyttu upplýsingum í [hornklofum] svo þær passi við þitt eigið mál.

——————————————————————————–

[Nafn þitt]
[Heimilisfang þitt]
[Póstnúmer og staður]
[Símanúmer þitt]
[Netfang þitt]

[Nafn skólastjórans]
[Heimilisfang skólans eða læknisins]
[Póstnúmer og staður]

Kæri/Kæra [Hr./frk. kennari, læknir, eða nafn skólastjóra]

Ég er forsjárlaus foreldri [nafn barns]. [Hann/hún] er skráð í [nafn skólans]. Ég vil gjarnan taka virkan þátt í þroska og menntun [hans/hennar] og þætti vænt um aðstoð yðar með því að þér veittuð mér upplýsingar af öllu tagi, um stundatöflu og tilkynningar sem fara til lögheimilis [nafn barns]. Þessar upplýsingar eru mér yfirleitt ekki veittar, því miður.

Ég vil líka benda á að ekkert í skilnaðarsáttmála mínum hindrar að ég fái aðgang að skólaskýrslum barnsins og að lögum samkvæmt á ég fullan rétt á slíkum aðgangi.
Framtak yðar mun tryggja umtalsverða þátttöku mína og að ég haldi áfram að fylgjast með starfi og umhverfi barnsins mín í skólanum og kennslustofunni. Ég er yður þakklát(ur) fyrir þetta. Sem stendur er brýnast fyrir mig að nálgast skýrslur um [nafn barns] til dagsins í dag, þar á meðal einkunnir og viðveruskrá fyrir það skólaár sem nú er nýlokið en einnig almenna bæklinga og upplýsingar um starf og deildir [nafn á skólanum], þar með talið dagatal yfir skólaárið, starfsstundir yfir daginn o.s.frv. Meðfylgjandi er stórt frímerkt og áritað umslag til að auðvelda yður þetta.

Í framtíðinni þætti mér vænt um að ég væri á póstlista skóla yðar og fengi tilkynningar um vettvangsferðir, kynningar, pöntunareyðuðublöð fyrir skólamyndir o.s.frv. ( Ég mun einnig senda yður frímerkt og árituð umslög í byrjun næsta skólaárs.) Einnig þætti mér vænt um að fastsetja tíma fyrir fund með yður og kennara [nafn barns] þegar staðfest er að [hann/hún] verði í skóla yðar á næsta misseri. Þér megið gjarnan koma þessari beiðni minni og bréfum mínum til yðar í framtíðinni til viðkomandi kennara eða umsjónarmanns. Þegar einkunnir eru afhentar í framtíðinni vænti ég þess að fá undirritað samrit af þeim.

Hikið ekki við að hafa samband við mig eftir hentugleikum. Ég þykist vita að þér séuð mér sammála að [nafn barns] sé fyrir bestu að báðir foreldrar taki virkan þátt í umönnun og starfi [hans/hennar]. Aðstoð yðar við þessar aðstæður er mér mikils virði. [nafn barns] hefur sýnt mikinn áhuga á bekk [hr./frk. kennari] og ég þykist vita að [hann/hún] hlakki til að vera annað ár í [nafn á skólanum].

Með fyrirfram þökk,

[Nafn þitt]

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0