Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur beðist opinberlega afsökunar á þættinum Láttu manninn þinn hlýða, eftir að kvartanir bárust yfir því að þar hefði komið fram karlfyrirlitning. Í þættinum fjallaði hundaþjálfarinn Annie Clayton um það hvernig konur gætu notað aðferðir hundaþjálfara til að breyta atferli eiginmanna sinna.

Frá þessu greinir BBC sjálft á fréttavef sínum.

Í afsökunarbeiðni BBC segir að í þættinum hafi verið „spilað á þá gömlu staðalímynd að konur séu sífellt að finna að göllum eiginmanna sinna“, en viðurkenndi að ýmsum áhorfendum hefði þótt þátturinn móðgandi. Einn áhorfandi sagði þáttinn hafa verið „móðgun við karlmenn og móðgun við vitsmuni kvenna“.

mbl.is 01.09.2005

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0