Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að barnavernd með aðstoð lögreglu þurfti að koma á umgengni með aðför þar sem barnið var sótt til móður sem hefur tálmað umgengni árum saman.

Félag um foreldrajafnrétti hefur farið þess á leit við stjórnvöld í langan tíma að hlífa börnum við þeim hörmungum sem tilhæfulausum umgengnistálmunum fylgja. Víða er umgengnistálmun skilgreind sem ofbeldi á barni enda afleiðingar tálmana jafn alvarlegar og eftir annað alvarlegt ofbeldi.

Á Íslandi er andlegt ofbeldi lítið sem ekkert skilgreint og þar af leiðir að umgengnistálmun hefur enn ekki verið skilgreint sem ofbeldi.

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnvöld að skilgreina í lögum að tilhæfulaus umgengnistálmun sé andlegt ofbeldi á barni.

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnvöld að fjarlægja þann sem beitir tálmunarofbeldi með lögregluvaldi líkt og gert er meðal annars í Frakklandi.

Félag um foreldrajafnrétti telur að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fréttin í kvöld snérist um að barn (þolandinn) var tekið með lögregluvaldi en ekki tálmunarforeldrið (gerandinn) eins og við teljum eðlilegt í slíku máli.

Allt að tveggja ára fangelsi eru viðurlög við tilhæfulausum tálmunum í Frakklandi.

-HH

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0