About Ritstjórn

This author has not yet filled in any details.
So far Ritstjórn has created 295 blog entries.

Hvar er fjölskyldan?
Fyrirlestraröð jafnréttisnefndar Háskóla Íslands í Norræna húsinu kl. 12 á mánudögum

Næstu fjóra mánudaga stendur jafnréttisnefnd Háskóla Íslands fyrir fyrirlestraröð um fjölskyldumál og jafnrétti. Í fyrirlestraröðinni verður fjallað um samtvinnun fjölskyldu- og jafnréttismála frá ýmsum sjónarhornum, og hvernig karlar og konur, stofnanir og fyrirtæki geta - og hafa - tekist á við þann vanda sem fylgir því að taka þátt í atvinnulífinu eða mennta sig, samhliða því að eiga og byggja upp gott fjölskyldulíf. M.a. verður horft til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað að undanförnu í efnahags-, atvinnu- og menntamálum, og hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á fjölskyldulíf fólks. Lesa fréttina á vefnum

Mánudagur 23. febrúar
Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf
Mikilvægi feðra í frumbernsku


Mánudagur 2. mars
Gyða Margrét Pétursdóttir, doktorsnemi í félags- og kynjafræði í Háskóla Íslands
„Nú yfirgefur nýfrjálshyggjan stjórnar'heimilið'“ – hvað með hin heimilin? Nokkur orð um vinnumenningu, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð


Mánudagur 9. mars
Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Samþætting náms og einkalífs: Fjölskyldustefna fyrir alla?


Mánudagur 16. mars
Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands
„Ég vildi ekki akta á þetta“. Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 23rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn
Háskólatorgi miðvikudaginn 25. febrúar, öllum opið

Þann 25. febrúar n.k. heldur Mentor (nemendafélag félagsráðgjafarnema við HÍ) í samstarfi við Félagsráðgjafadeild HÍ sitt árlega málþing sem ber yfirskriftina "Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn". Málþingið verður haldið í stofu 105 á Háskólatorgi kl. 13:30 - 15:30 og er öllum opið.

Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar efnahagshrunsins virðist sem félagslegi þáttur fjölskyldunnar hafi því miður orðið undir. Málþinginu er ætlað að vekja máls á þessum þætti og draga umræðuna um hann upp á yfirborðið.

Á málþinginu eru fjórir fyrirlesarar, finnskur sérfræðingur um barnavernd í kjölfar finnsku kreppunnar og þrír íslendingar sem koma að vinnu sem snertir fjölskyldur með börn á einn eða annan hátt. Hér má finna dagskrá málþingsins og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta !

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 23rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Fjölskyldan í fyrirrúmi
Fræðslufundir í Foreldrahúsi, miðvikudaga

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska / Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda.  Þar verður foreldrum/ forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.       Nú þegar fjölskyldur standa frammi [...]

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 23rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Framsóknarflokkurinn ályktar um málefni barna og unglinga

· Breytingar verði gerðar sem fyrst á barnalögum til að fjölga úrræðum dómara í forræðisdeilum, þ.e. að dómarar fái heimild til að dæma sameiginlega forsjá.

· Jafnaðar verði aðstæður foreldra þeirra barna sem eiga tvö heimili. Skoðaðir verði kostir og gallar við að heimila börnum að skrá tvöfalt lögheimili í þeim tilfellum sem foreldrar búa á tveimur stöðum.

· Meðlagskerfið verði endurskoðað á þann hátt að tekið verði tillit til umgengni þegar meðlag er ákveðið og fólki gefinn kostur á að semja sjálft um meðlag.

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 2nd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Facebook síða foreldrajafnréttis fær góðar viðtökur!!
2000 manns náð fyrir mánaðarmót nóv,des

Eftir aðeins 3 vikur hefur Facebook síða Foreldrajafnrettis náð þeim merka áfanga að ná 2000 manns sem vinum. Málefnið er að vonum eitthvað sem margir þekkja af eigin raun og er mikilvægt á þessum tíma að það fái það vægi í þjóðfélagsumræðunni sem það á skilið. Það er margbúið að sýna fram á mikilvægi þess [...]

2018-04-10T00:12:48+00:00nóvember 27th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Málþing um fjölskyldumál

Nefnd sem félags- og tryggingamálaráðherra skipaði til að fjalla um aðstæður einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforelda og réttarstöðu barna þeirra stendur fyrir málþingi um fjölskyldumál á Íslandi mánudaginn 27. október á Grand Hóteli Reykjavík. Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi? er yfirskrift málþingsins sem er öllum opið. Aðgangur er ókeypis. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setur þingið með stuttu ávarpi. Þá mun formaður nefndarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, greina frá starfi hennar. Auk þeirra mun fjöldi sérfræðinga ræða stöðu barna og barnafjölskyldna eftir ólíkum fjölskyldugerðum. Að loknum einstökum framsöguerindum verða umræður.

2018-04-10T00:12:48+00:00október 26th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Aðalfundur
Aðalfundur Foreldrajafnréttis

Aðalfundur félagsins

Foreldrajafnrétti

Hagsmunasamtökin Foreldrajafnrétti boða til aðalfundar þann 13.október n.k. kl 20:00.

Fundurinn verður haldinn í Árskógum 4 Reykjavik.

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast hafið samband í

691-8644 eða stjorn@foreldrajafnretti.is síðasta lagi þrem dögum fyrir stjórnarfund.

 

Stjórnin.

2018-04-10T00:12:48+00:00september 29th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Foreldrasvipting (PAS) – í hverju felst hún
Gátlisti og samantekt á heimildum

Félaginu hefur borist eftirfarandi samantekt sem nota má sem gátlista. Greinargerðin er mjög ítarleg og fjallar um fjöldamörg svið ásakana og óeðlileg viðbrögð annars foreldrisins gegn hinu þar sem börnunum er miskunarlaust beitt sem vopnum. Sjá samantekt. Foreldrasvipting (PAS) - samantekt á heimildum og gátlisti

2018-04-10T00:12:48+00:00september 1st, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Saga Stefáns Guðmundssonar í DV
Foreldrasvipting (PAS) – þrautarganga í 6 ár

Saga Stefáns undir titlinum "sviptur börnum sínum" sýnir hversu erfitt er fyrir foreldri að viðhalda umgengni við börnin ef lögheimilisforeldrið beitir umgengnistálmunum af hörðustu gerð. Viðtalið við Stefán er uppspretta lærdóms fyrir kerfið, fyrir barnayfirvöld og fyrir foreldra sem standa í svipuðum sporum. Birtir eru í viðtalinu kaflar úr héraðsdómum, úrskurðum sýslumanns, hæstarétti, og sálfræðinga.

2018-04-10T00:12:48+00:00ágúst 27th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments
Go to Top