About Gísli Gíslason

This author has not yet filled in any details.
So far Gísli Gíslason has created 122 blog entries.

Umræður í blöðum um föðurhlutverkið
Vikan og Nýtt Líf fjalla um feður, föðurhlutverkið og forsjá.

Í blaðinu Nýtt Líf 1.tbl 30 árg 2007, er fjallað um tvo fullorðna einstaklinga sem leituðu föðurs síns erlendis á fullorðins árum.  Þau ólust upp án blóðföðurs og fannst alltaf að það vantaði eitthvað í þeirra líf.  Í öðru viðtalinu í Nýtt Líf segir viðmælandinn, Margrét Sigurðardóttir. " Börn sem þekkja ekki feður sína eru mörg illa stödd tilfinningalega.  Fólk þarf að þekkja rætur sínar. Þannig er það bara."  Bæði viðtölin lýsa vel þrá einstaklings til að þekkja blóðföður sinn og þeirri gleði  sem það veitti þeim á fullorðins árum að ná að  tengjast feðrum sínum.

Í Vikunni 4.tbl 69. árg 25. janúar 2007 er fjallað um sameiginlega forsjá.  Þar er viðtal viðtal við Kolbrúnu Baldursdóttir, sem er ekki hlynnt  sameiginlegri forsjá.  Með gagnrök er svo viðtal við Gísla Gíslason formann Félags ábyrgra feðra.

Í  Vikunni  5.tbl 69. árg 1. februar  2007 er viðtal við Bjarna Hauk  Þórsson, sem er með leikritið Pabbann, en hann er bæði höfundur  verksins  og  leikari.  Hann segir m.a. "Hlutverk feðra hefur  breyst mjög mikið á síðastliðnum tuttugu árum.  Ég get  ekki leitað ráða hjá föður mínum, eins og konan mín leitar ráða hjá móður sinni, því hann var allt öðruvísi pabbi en ég."  Það er full ástæða fyrir alla feður að sjá leikritið Pabbann.

Það er gleðilegt  að  viku og mánaðarblöðin fjalli um nútíma feður og hlutverk þeirra.   Það er lykilatriði samfélagið skilji að faðir er barni mikilvægur  rétt eins og  móðurin og barnið á rétt  á báðum foreldrum sem uppalendum, óháð hjúskaparstöðu foreldra.  Það er sá grundvallarréttur foreldra og barna sem Félag ábyrgra feðra berst fyrir.

 

2018-04-10T00:12:50+00:00febrúar 9th, 2007|Fréttir, Henda|0 Comments

Meirihluti bandarískra kvenna býr án maka

Meirihluti bandarískra kvenna býr án maka og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá því að mælingar hófust, samkvæmt frétt bandaríska dagblaðsins The New York Times. Á árinu 2005 bjuggu 51% bandarískra kvenna án maka samanborið við 49% árið 2000 og 35% árið 1950.

2018-04-10T00:12:51+00:00janúar 16th, 2007|Fréttir, Henda|0 Comments

Hæfileikar kynjanna.
Skortur á námskeiðum fyrir feður !?

Það er mikið af námskeiðum fyrir konur um það hvernig þær geti orðið betri stjórnendur og náð meiri árangri í starfi. En er mikið af námskeiðum fyrir karla um það hvernig þeir geti orðið betri feður eða náð nánari tengslum við fjölskyldu sína með því að sinna henni betur? Karlar þurfa að rýma til fyrir konum í atvinnulífinu og konur fyrir körlum á heimilunum. Þannig er hægt að nýta hæfileika beggja kynja á báðum vígstöðvum.

2018-04-10T00:12:51+00:00janúar 14th, 2007|Fréttir, Henda|0 Comments

Francois hefur ekki séð dóttir sína í eitt ár.
Úrræði gegn umgengnistálmunum virka ekki

"Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir að halda dótturina Lauru sem gísl í

höndum móður sinnar, móðir sem hefur eyðilagt öll samskipti föðurins og

fjölskyldu hans við dóttur hans í heilt ár.

Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir að láta þetta ástand kyrrt liggja í

heilt ár núna, sem hefur orsakað að á hverjum degi hefur verið hætta á að

móðirin hafi áhrif á samband föðurins við barnið.

Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert neinar afgerandi

ráðstafanir samkvæmt þeirra eigin löglegum úrskurðum.

Við ákærum íslensk stjórnvöld fyrir brjóta alþjóðlegar samþykktir um

réttindi barna, alþjóðlegar samþykktir um réttindi föðurins og alþjóðlegar

samþykktir um réttindi fjölskyldu föður barnsins.

Við ákærum frönsk stjórnvöld fyrir að bregðast ekki við og ábyrgðarleysi

þeirra við að vernda franska ríkisborgara í þessari harmsögu allri.

í 365 daga …

Í 365 daga hefur barni verið meinað að hafa nokkurt samband við föður sinn…

Ekki eitt einasta símtal hefur verið mögulegt. Hún hefur ekki hitt hann eitt

einasta skipti… Ennþá ekkert... það er ómannúðlegt. það er ólöglegt.

Í 365 daga hefur faðir barnsins leitað allra leiða til að fá gildandi

úrskurðum og gildandi lögum beitt. Hann hefur leitað hjálpar alls staðar

(hjá barnaverndaryfirvöldum, lögreglu, sýslumanni, ráðuneytum, sendiráði,

skóla, …) án árangurs. Aldrei hafa þau fengið að hittast… Hann hefur staðið

frammi fyrir vegg, hvað er ég að segja, borgarmúr, virki.

Í þessu máli, það er ótrúleg og óósættanleg ábyrgðarleysi að hálfu

réttarkerfisins sem kemur í veg fyrir fullnægingu lagalegs úrskurðar.

Er þetta hægt og samt kveður...?

9. grein alþjóðasáttmála réttinda barna formlega á um að :

"Hlutaðeigandi ríki virði rétt barns, sem orðið hefur viðskila við báða

foreldra sína eða annað þeirra, til þess að viðhalda með reglulegum hætti

persónulegum samskiptum og beinu sambandi við hvort tveggja foreldranna".

Í 18. grein alþjóðasáttmála réttinda barna segir enn fremur : "Hlutaðeigandi

ríki leggi sig fram, eftir bestu getu, um að tryggja viðurkenningu þessara

frumréttinda en samkvæmt þeim deili báðir foreldrar sameiginlegri ábyrgð á

uppeldi barnsins og tryggi þannig eðlilegan þroskaferil þess".

Í 8. grein sáttmála um verndun mannréttinda og grundvallarfrelsis segir :

"Sérhver manneskja á rétt á því að fjölskyldulíf hennar sé virt".

Ísland og Frakkland eru aðildarríki þessara sáttmála !

Viðukenndur réttur barnsins til að halda sambandi við á sína er sömuleiðis

fótum troðinn. Það eru þó viðurkennd grundvallarréttindi barnsins, samhljóma

frumrétti þess til að vera í beinu sambandi við báða foreldra sína.

Þetta varanlega ástand veldur ómældum skaða, ekki aðeins siðferðilegum,

læknisfræðilegum, tilfinningalegum og andlegum. heldur einnig líkamlegum

þjáningum.

Laura hefur eins og öll önnur börn fyllsta rétt til að njóta sín með báðum

foreldrum jafnt.

Barn, faðir, amma og aðrir fjölskyldumeðlimir í föðurætt eru þannig særð í

innstu kviku.

Í allri þessari þjáningu er það fyrst og fremst 7 árs stúlkubarn sem allt

kerfið virðist ekki vita af eða hundsar vitandi vits (

2018-04-10T00:12:51+00:00janúar 10th, 2007|Fréttir, Henda|0 Comments

Dómsmálaráðuneyti gefur út bækling um forsjá.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út upplýsingabækling um forsjá þar sem leitast er við að fjalla um og svara spurningum um forsjá barna. Skýrt er hvað felst í hugtakinu forsjá, hverjir fara með forsjá barns, hvenær forsjá er sameiginleg og hvað felst í sameiginlegri forsjá

2018-04-10T00:12:51+00:00janúar 9th, 2007|Fréttir, Henda|0 Comments
Go to Top