Ágætu félagar.

Fyrir nokkru voru sendir út gíróseðlar fyrir ársgjaldi. Í framhaldi hafa nokkrir afskráð sig eins og gengur, en mun fleiri hafa greitt og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Undanfarið hefa fréttir um málefni félagsins verið reglulega til umfjöllunar. Til að Félag Ábyrgra Feðra haldi áfram að dafna, þurfum við að hafa sem flesta greiðandi meðlimi.

Annað kvöld mun stjórn FÁF hittast og hringja út í þá sem eru skráðir félagsmenn en hafa ekki enn greitt. Við skorum á þá sem vilja leggja málsstaðnum lið að greiða heimsenda gíróseðla, ellegar láta undirritaðan vita ís tölvupósti gisligislason@simnet.is að þeir vilji ekki vera í félagaskrá FÁF.

Við hlökkum til að heyra í félagsmönnum annað kvöld. Það er bæði til að skora á menn að greiða en ekki síður að hlusta á grasrótina í félaginu og hugsanlega virkja enn fleiri til góðra verka.

F.h stjórnar FÁF.
Gísli Gíslason
Formaður

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0