Einnig verður lagt til að heimilt verði að beita þvingunarúrræðum í tilfellum þegar foreldrar fara ekki eftir úrskurði sýslumanns um umgengni við börn meðan mál eru til meðferðar í stjórnkerfinu. Þá verða lagðar til breytingar á lögsögureglum barnalaga svo að íslensk stjórnvöld geti leyst úr meðlagsmálum þó að barn hafi lögheimili hjá foreldri sem býr erlendis.
Lagðar eru til þrenns konar breytingar á lögum um ættleiðingar; að ekki þurfi að leita umsagnar Barnaverndarnefndar vegna umsóknar um ættleiðingu ef það telst augljóslega óþarft. Að ráðherra megi framlengja gildistíma forsamþykkis til að ættleiða erlent barn í allt að tólf mánuði. Síðan er lagt til að tekið sé fram í stjórnvaldsreglum að ráðherra geti sett nánari ákvæði í reglugerð um þau skilyrði sem umsækjendur um ættleiðingu þurfi að uppfylla.
Varðandi hjúskaparlög er meðal annars lagt til að gera megi fjárnám fyrir fjárframlögum til framfærslu fjölskyldu og fyrir makalífeyri eftir skilnað.
Fréttin var fyrst birt: 18.10.2005 18:33
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.